Verðtrygging miðist við laun 9. september 2009 06:15 Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira