Innlent

Innbrot og fullar fangageymslur

Fimm menn voru handteknir í Vesturbæ Reykjavíkur við innbrotstilraun. Brotist var inn í stofnun í hverfinu og fór þjófavarnarkerfið í gang. Þegar lögregla og öryggisverðir komu á staðinn var einn þjófanna inni í húsinu en fjórir aðrir biðu eftir félaga sínum úti í bíl. Þeir voru allir handteknir.

Þá voru tveir menn handteknir í Kópavogi þar sem lögreglan var við reglubundið umferðareftirlit. Þeir voru ásamt öðrum félaga sínum í bíl sem var stöðvaður en í stað þess að ræða við yfirvaldið hlupu þeir út í nóttina enda var bíllinn fullur af þýfi að því að talið er. Lögregla náði tveimur þeirra á hlaupum en sá þriðji slapp. Málið er í rannsókn. Að öðru leyti var erilsamt hjá lögreglunni miðað við aðfaranótt mánudags og til marks um það voru fangageymslur lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fullar í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×