Innlent

Bréf þýskra stjórnvalda birt í dag

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Menn geta deilt um það hvort bréf þýskra stjórnvalda til skilanefndar Kaupþings sé hótunarbréf eða þrýstingur segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í bréfinu, sem var birt í dag, kemur fram að það geti valdið gífurlegum stjórnmálalegum skaða fyrir orðstír Íslands, ekki bara í ljósi endurskoðunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, fái þýskir innstæðueigendur ekki greitt.

Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því fyrir um tveimur vikum að þýsk stjórnvöld hefðu sent hótunarbréf til skilanefndar Kaupþings eftir að ljóst var að breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki kæmu í veg fyrir að hægt væri að greiða þýskum sparifjáreigendum innstæður sínar á Edge reikningum. Í kjölfarið óskaði viðskiptanefnd Alþingis eftir því að sjá bréfið en það var birt á fundi nefndarinnar í dag.

Í bréfinu, sem er sent frá þýska fjármálaráðuneytinu,stendur: „Það myndi valda gífurlegum stjórnmálalegum skaða fyrir orðstír Íslands sem ábyrgur og trúverðugur samstarfsaðili ef þetta bærist út, ekki bara í ljósi yfirstandandi endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Við viljum ekki að svo fari en við þurfum trausta skuldbindingu frá félögum okkar á Íslandi."

Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi Magnússon að bréfið endurspegli bara að Þjóðverjar hefðu haft áhyggjur af stöðu mála og öllum hafi verið gerð grein fyrir þeim.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×