Umfjöllun: Valsmenn réðu ekkert við hraða Keflvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2009 22:20 Símun Samuelsen lagði upp tvö fyrstu mörkin í kvöld. Mynd/Anton Keflvíkingar svöruðu því, að missa fyrirliðann og einn besta leikmann sinn, Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli, með því að vinna öruggan og stórglæsilegan 3-0 sigur á Valsmönnum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Breytingar Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, gengu fullkomlega upp.Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu í sumar og Símun Samuelsen blómstraði í nýrri stöðu á miðri miðjunni. Besti maður liðsins var þó miðvörðurinn Alen Sutaj sem stjórnaði vörninni eins og herforingi og sá til þess að Valsmenn komust lítið áleiðis í sínum sóknum. Valsmenn byrjuðu þó leikinn af miklum krafti og voru búnir að fá tvö góð færi eftir aðeins fimm mínútna leik. Það voru hinsvegar heimamenn í Keflavík sem skoruðu fyrsta mark leiksins úr sinni fyrstu sókn. Markið stuðaði Valsmenn sem áttu undir högg að sækja næstu mínútur og voru rétt búnir að ná sér þegar skyndisókn Keflavíkur endaði með marki frá Herði Sveinssyni. Símin Samuelsen lék í nýrri stöðu á miðjunni og var búinn að leggja upp tvö mörk eftir aðeins 20 mínútna leik. Valsmenn héldu áfram að sækja út hálfleikinn en um leið réðu þeir illa við hröð upphlaup Keflavíkurliðsins sem sköpuðu alltaf mikla hættu. Varnarlína Valsliðsins leit þarna mjög illa út í kapphlaupunum við þá Hauk Inga Guðnason og Hörð Sveinsson. Keflvíkingar vörðust vel og þeir Magnús Þorsteinsson og Símun Samuelsen voru síðan báðir duglegir við að koma stórhættulegum skyndisóknum af stað með fljótum og hnitmiðuðum sendingum fram völlinn. Willum Þór Þórsson skipti inn á tveimur mönnum í hálfleik en það hafði skammvinn áhrif og eftir tíu mínútna leik voru heimamenn komnir með öll tök á leiknum. Hörður Sveinsson innsiglaði sigurinn en skömmu áður hafði Haukur Ingi Guðnason fengið algjört dauðafæri. Í markinu sýndi Haukur Ingi mikla óeigingirni með því að gefa á Hörð í enn betra færi þrátt fyrir að geta skotið sjálfur. Keflvíkingar áttu mjög góðan leik í kvöld, þeir spiluðu hraðan og skemmtilegan fótbolta og það var mikið öryggi yfir öllum þeirra aðgerðum í vörninni. Leikurinn féll reyndar fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks en þegar líða tók á leikinn þá var Keflavíkurliðið með öll völd á vellinum. Allt liðið lék mjög vel en bestir voru þeir Alen Sutaj og Símun Samuelsen. Valsmenn eru bæði stigalausir og markalausir í tveimur útileikjum sínum í sumar og þung varnarlína liðsins leit ekki vel út í kvöld ekki frekar en miðjumennirnir sem voru lengst af í feluleik. Helgi Sigurðsson og Marel Baldvinsson voru að reyna án þess að verða mikið ágengt en mestu vonbrigðin voru hversu illa liðinu gekk að nýta flottar fyrirgjafir Ólafs Páls Snorrasonar. Þar eiga reyndar miðverðir Keflavíkur, Alen Sutej og Bjarni Hólm Aðalsteinsson, hrós skilið. Keflavík-Valur 3-0 1-0 Guðjón Antoníusson (7.) 2-0 Hörður Sveinsson (20.) 3-0 Hörður Sveinsson (71.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1680 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (5) Skot (á mark): 18-14 (7-6)Varin skot: Lasse 5 - Kjartan 4.Horn: 8-6Aukaspyrnur fengnar: 14-15Rangstöður: 4-8 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7Alen Sutej 8 - maður leiksins Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7 Brynjar Örn Guðmundsson 6 (89., Tómas Karl Kjartansson -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Símun Samuelsen 8 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (82., Bojan Stefán Ljubicic -) Hörður Sveinsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (77., Magnús Þórir Matthíasson -) Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian David Jeffs 4 Baldur Bett 3 (46., Baldur Aðalsteinsson 5) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 3 (46., Viktor Unnar Illugason 5) Helgi Sigurðsson 5 (71. Pétur Georg Markan -) Marel Jóhann Baldvinsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Við réðum bara illa við þá Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld. 18. maí 2009 22:05 Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld. 18. maí 2009 21:56 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Keflvíkingar svöruðu því, að missa fyrirliðann og einn besta leikmann sinn, Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli, með því að vinna öruggan og stórglæsilegan 3-0 sigur á Valsmönnum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Breytingar Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, gengu fullkomlega upp.Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu í sumar og Símun Samuelsen blómstraði í nýrri stöðu á miðri miðjunni. Besti maður liðsins var þó miðvörðurinn Alen Sutaj sem stjórnaði vörninni eins og herforingi og sá til þess að Valsmenn komust lítið áleiðis í sínum sóknum. Valsmenn byrjuðu þó leikinn af miklum krafti og voru búnir að fá tvö góð færi eftir aðeins fimm mínútna leik. Það voru hinsvegar heimamenn í Keflavík sem skoruðu fyrsta mark leiksins úr sinni fyrstu sókn. Markið stuðaði Valsmenn sem áttu undir högg að sækja næstu mínútur og voru rétt búnir að ná sér þegar skyndisókn Keflavíkur endaði með marki frá Herði Sveinssyni. Símin Samuelsen lék í nýrri stöðu á miðjunni og var búinn að leggja upp tvö mörk eftir aðeins 20 mínútna leik. Valsmenn héldu áfram að sækja út hálfleikinn en um leið réðu þeir illa við hröð upphlaup Keflavíkurliðsins sem sköpuðu alltaf mikla hættu. Varnarlína Valsliðsins leit þarna mjög illa út í kapphlaupunum við þá Hauk Inga Guðnason og Hörð Sveinsson. Keflvíkingar vörðust vel og þeir Magnús Þorsteinsson og Símun Samuelsen voru síðan báðir duglegir við að koma stórhættulegum skyndisóknum af stað með fljótum og hnitmiðuðum sendingum fram völlinn. Willum Þór Þórsson skipti inn á tveimur mönnum í hálfleik en það hafði skammvinn áhrif og eftir tíu mínútna leik voru heimamenn komnir með öll tök á leiknum. Hörður Sveinsson innsiglaði sigurinn en skömmu áður hafði Haukur Ingi Guðnason fengið algjört dauðafæri. Í markinu sýndi Haukur Ingi mikla óeigingirni með því að gefa á Hörð í enn betra færi þrátt fyrir að geta skotið sjálfur. Keflvíkingar áttu mjög góðan leik í kvöld, þeir spiluðu hraðan og skemmtilegan fótbolta og það var mikið öryggi yfir öllum þeirra aðgerðum í vörninni. Leikurinn féll reyndar fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks en þegar líða tók á leikinn þá var Keflavíkurliðið með öll völd á vellinum. Allt liðið lék mjög vel en bestir voru þeir Alen Sutaj og Símun Samuelsen. Valsmenn eru bæði stigalausir og markalausir í tveimur útileikjum sínum í sumar og þung varnarlína liðsins leit ekki vel út í kvöld ekki frekar en miðjumennirnir sem voru lengst af í feluleik. Helgi Sigurðsson og Marel Baldvinsson voru að reyna án þess að verða mikið ágengt en mestu vonbrigðin voru hversu illa liðinu gekk að nýta flottar fyrirgjafir Ólafs Páls Snorrasonar. Þar eiga reyndar miðverðir Keflavíkur, Alen Sutej og Bjarni Hólm Aðalsteinsson, hrós skilið. Keflavík-Valur 3-0 1-0 Guðjón Antoníusson (7.) 2-0 Hörður Sveinsson (20.) 3-0 Hörður Sveinsson (71.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1680 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (5) Skot (á mark): 18-14 (7-6)Varin skot: Lasse 5 - Kjartan 4.Horn: 8-6Aukaspyrnur fengnar: 14-15Rangstöður: 4-8 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7Alen Sutej 8 - maður leiksins Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7 Brynjar Örn Guðmundsson 6 (89., Tómas Karl Kjartansson -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Símun Samuelsen 8 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (82., Bojan Stefán Ljubicic -) Hörður Sveinsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (77., Magnús Þórir Matthíasson -) Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian David Jeffs 4 Baldur Bett 3 (46., Baldur Aðalsteinsson 5) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 3 (46., Viktor Unnar Illugason 5) Helgi Sigurðsson 5 (71. Pétur Georg Markan -) Marel Jóhann Baldvinsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Við réðum bara illa við þá Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld. 18. maí 2009 22:05 Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld. 18. maí 2009 21:56 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Willum Þór: Við réðum bara illa við þá Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld. 18. maí 2009 22:05
Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld. 18. maí 2009 21:56