Umfjöllun: Valsmenn réðu ekkert við hraða Keflvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2009 22:20 Símun Samuelsen lagði upp tvö fyrstu mörkin í kvöld. Mynd/Anton Keflvíkingar svöruðu því, að missa fyrirliðann og einn besta leikmann sinn, Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli, með því að vinna öruggan og stórglæsilegan 3-0 sigur á Valsmönnum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Breytingar Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, gengu fullkomlega upp.Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu í sumar og Símun Samuelsen blómstraði í nýrri stöðu á miðri miðjunni. Besti maður liðsins var þó miðvörðurinn Alen Sutaj sem stjórnaði vörninni eins og herforingi og sá til þess að Valsmenn komust lítið áleiðis í sínum sóknum. Valsmenn byrjuðu þó leikinn af miklum krafti og voru búnir að fá tvö góð færi eftir aðeins fimm mínútna leik. Það voru hinsvegar heimamenn í Keflavík sem skoruðu fyrsta mark leiksins úr sinni fyrstu sókn. Markið stuðaði Valsmenn sem áttu undir högg að sækja næstu mínútur og voru rétt búnir að ná sér þegar skyndisókn Keflavíkur endaði með marki frá Herði Sveinssyni. Símin Samuelsen lék í nýrri stöðu á miðjunni og var búinn að leggja upp tvö mörk eftir aðeins 20 mínútna leik. Valsmenn héldu áfram að sækja út hálfleikinn en um leið réðu þeir illa við hröð upphlaup Keflavíkurliðsins sem sköpuðu alltaf mikla hættu. Varnarlína Valsliðsins leit þarna mjög illa út í kapphlaupunum við þá Hauk Inga Guðnason og Hörð Sveinsson. Keflvíkingar vörðust vel og þeir Magnús Þorsteinsson og Símun Samuelsen voru síðan báðir duglegir við að koma stórhættulegum skyndisóknum af stað með fljótum og hnitmiðuðum sendingum fram völlinn. Willum Þór Þórsson skipti inn á tveimur mönnum í hálfleik en það hafði skammvinn áhrif og eftir tíu mínútna leik voru heimamenn komnir með öll tök á leiknum. Hörður Sveinsson innsiglaði sigurinn en skömmu áður hafði Haukur Ingi Guðnason fengið algjört dauðafæri. Í markinu sýndi Haukur Ingi mikla óeigingirni með því að gefa á Hörð í enn betra færi þrátt fyrir að geta skotið sjálfur. Keflvíkingar áttu mjög góðan leik í kvöld, þeir spiluðu hraðan og skemmtilegan fótbolta og það var mikið öryggi yfir öllum þeirra aðgerðum í vörninni. Leikurinn féll reyndar fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks en þegar líða tók á leikinn þá var Keflavíkurliðið með öll völd á vellinum. Allt liðið lék mjög vel en bestir voru þeir Alen Sutaj og Símun Samuelsen. Valsmenn eru bæði stigalausir og markalausir í tveimur útileikjum sínum í sumar og þung varnarlína liðsins leit ekki vel út í kvöld ekki frekar en miðjumennirnir sem voru lengst af í feluleik. Helgi Sigurðsson og Marel Baldvinsson voru að reyna án þess að verða mikið ágengt en mestu vonbrigðin voru hversu illa liðinu gekk að nýta flottar fyrirgjafir Ólafs Páls Snorrasonar. Þar eiga reyndar miðverðir Keflavíkur, Alen Sutej og Bjarni Hólm Aðalsteinsson, hrós skilið. Keflavík-Valur 3-0 1-0 Guðjón Antoníusson (7.) 2-0 Hörður Sveinsson (20.) 3-0 Hörður Sveinsson (71.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1680 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (5) Skot (á mark): 18-14 (7-6)Varin skot: Lasse 5 - Kjartan 4.Horn: 8-6Aukaspyrnur fengnar: 14-15Rangstöður: 4-8 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7Alen Sutej 8 - maður leiksins Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7 Brynjar Örn Guðmundsson 6 (89., Tómas Karl Kjartansson -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Símun Samuelsen 8 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (82., Bojan Stefán Ljubicic -) Hörður Sveinsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (77., Magnús Þórir Matthíasson -) Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian David Jeffs 4 Baldur Bett 3 (46., Baldur Aðalsteinsson 5) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 3 (46., Viktor Unnar Illugason 5) Helgi Sigurðsson 5 (71. Pétur Georg Markan -) Marel Jóhann Baldvinsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Við réðum bara illa við þá Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld. 18. maí 2009 22:05 Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld. 18. maí 2009 21:56 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Keflvíkingar svöruðu því, að missa fyrirliðann og einn besta leikmann sinn, Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli, með því að vinna öruggan og stórglæsilegan 3-0 sigur á Valsmönnum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Breytingar Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, gengu fullkomlega upp.Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu í sumar og Símun Samuelsen blómstraði í nýrri stöðu á miðri miðjunni. Besti maður liðsins var þó miðvörðurinn Alen Sutaj sem stjórnaði vörninni eins og herforingi og sá til þess að Valsmenn komust lítið áleiðis í sínum sóknum. Valsmenn byrjuðu þó leikinn af miklum krafti og voru búnir að fá tvö góð færi eftir aðeins fimm mínútna leik. Það voru hinsvegar heimamenn í Keflavík sem skoruðu fyrsta mark leiksins úr sinni fyrstu sókn. Markið stuðaði Valsmenn sem áttu undir högg að sækja næstu mínútur og voru rétt búnir að ná sér þegar skyndisókn Keflavíkur endaði með marki frá Herði Sveinssyni. Símin Samuelsen lék í nýrri stöðu á miðjunni og var búinn að leggja upp tvö mörk eftir aðeins 20 mínútna leik. Valsmenn héldu áfram að sækja út hálfleikinn en um leið réðu þeir illa við hröð upphlaup Keflavíkurliðsins sem sköpuðu alltaf mikla hættu. Varnarlína Valsliðsins leit þarna mjög illa út í kapphlaupunum við þá Hauk Inga Guðnason og Hörð Sveinsson. Keflvíkingar vörðust vel og þeir Magnús Þorsteinsson og Símun Samuelsen voru síðan báðir duglegir við að koma stórhættulegum skyndisóknum af stað með fljótum og hnitmiðuðum sendingum fram völlinn. Willum Þór Þórsson skipti inn á tveimur mönnum í hálfleik en það hafði skammvinn áhrif og eftir tíu mínútna leik voru heimamenn komnir með öll tök á leiknum. Hörður Sveinsson innsiglaði sigurinn en skömmu áður hafði Haukur Ingi Guðnason fengið algjört dauðafæri. Í markinu sýndi Haukur Ingi mikla óeigingirni með því að gefa á Hörð í enn betra færi þrátt fyrir að geta skotið sjálfur. Keflvíkingar áttu mjög góðan leik í kvöld, þeir spiluðu hraðan og skemmtilegan fótbolta og það var mikið öryggi yfir öllum þeirra aðgerðum í vörninni. Leikurinn féll reyndar fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks en þegar líða tók á leikinn þá var Keflavíkurliðið með öll völd á vellinum. Allt liðið lék mjög vel en bestir voru þeir Alen Sutaj og Símun Samuelsen. Valsmenn eru bæði stigalausir og markalausir í tveimur útileikjum sínum í sumar og þung varnarlína liðsins leit ekki vel út í kvöld ekki frekar en miðjumennirnir sem voru lengst af í feluleik. Helgi Sigurðsson og Marel Baldvinsson voru að reyna án þess að verða mikið ágengt en mestu vonbrigðin voru hversu illa liðinu gekk að nýta flottar fyrirgjafir Ólafs Páls Snorrasonar. Þar eiga reyndar miðverðir Keflavíkur, Alen Sutej og Bjarni Hólm Aðalsteinsson, hrós skilið. Keflavík-Valur 3-0 1-0 Guðjón Antoníusson (7.) 2-0 Hörður Sveinsson (20.) 3-0 Hörður Sveinsson (71.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1680 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (5) Skot (á mark): 18-14 (7-6)Varin skot: Lasse 5 - Kjartan 4.Horn: 8-6Aukaspyrnur fengnar: 14-15Rangstöður: 4-8 Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7Alen Sutej 8 - maður leiksins Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7 Brynjar Örn Guðmundsson 6 (89., Tómas Karl Kjartansson -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Símun Samuelsen 8 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (82., Bojan Stefán Ljubicic -) Hörður Sveinsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (77., Magnús Þórir Matthíasson -) Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian David Jeffs 4 Baldur Bett 3 (46., Baldur Aðalsteinsson 5) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 3 (46., Viktor Unnar Illugason 5) Helgi Sigurðsson 5 (71. Pétur Georg Markan -) Marel Jóhann Baldvinsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Við réðum bara illa við þá Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld. 18. maí 2009 22:05 Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld. 18. maí 2009 21:56 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Willum Þór: Við réðum bara illa við þá Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var rólegur í viðtölum eftir 3-0 tap á móti Keflavík í kvöld en hann var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í Keflavík í kvöld. 18. maí 2009 22:05
Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld. 18. maí 2009 21:56