Innlent

Unglingsstúlkur viðstaddar dópleit

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Marijúana í ræktun, en lögreglan hefur upprætt bæði ræktanir og unnin efni síðustu daga.
Marijúana í ræktun, en lögreglan hefur upprætt bæði ræktanir og unnin efni síðustu daga.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 20 grömm af marijúana í íbúð í miðborginni um helgina. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður vegna málsins en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sölu fíkniefna. Í íbúðinni var hópur af fólki, þ.á.m. þrjár unglingsstúlkur. Hringt var í foreldra þeirra sem komu og sóttu stúlkurnar. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Fyrrnefnd aðgerð er hluti af aðgerðum Lögreglunnar til að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna. Lögreglan vill minna á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×