Lífeyrissjóðir taki þátt í kaupum á HS Orku 20. ágúst 2009 05:15 Talsverð ólga er meðal áhrifafólks innan Vinstri grænna vegna áforma Magma Energy um að eignast stóran hlut í HS Orku á móti Geysi Green Energy.Fréttablaðið/Valli Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einkaaðilum. „Ég geld mikinn varhug við því að menn hendi sér út í einkavæðingu á þessum gríðarlega mikilvægu undirstöðum í okkar hagkerfi sem þarna eru,“ segir Steingrímur. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í kaup á 16,6 prósenta hlut OR í HS Orku. Fyrirtækið vill einnig kaupa 15,4 prósenta hlut í HS Orku sem OR samdi um að kaupa af Hafnarfjarðarbæ. Samkeppniseftirlitið hefur bannað OR að eiga meira en tíu prósent í samkeppnisaðila. „Ég ímynda mér að það væri hægt að fá tímabundna undanþágu frá því, þó að samkeppnisyfirvöld samþykktu það ekki til frambúðar. Ég sé ekki að það færust himinn og jörð í samkeppnismálum þó að menn fengju eitthvert ráðrúm til að skoða þetta,“ segir Steingrímur. Fulltrúar Orkuveitunnar, borgarstjóri og formaður borgarráðs, hittu fjármálaráðherra í gærkvöldi. Steingrímur segir að bæði ríki og borg hafi lýst vilja til að skoða málið nánar, þó án skuldbindinga. Aðrir aðilar gætu komið að því. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir fundinn hafa verið ganglegan. Ríkisstjórnin hafi óskað eftir svigrúmi til að skoða málið. Tilboð Magma rennur út í dag, en Guðlaugur segist þegar hafa rætt við fulltrúa fyrirtækisins um lengri frest. Ákvörðun þar um hafði ekki verið tekin þegar blaðið fór í prentun. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þetta svigrúm fyrir ríkisstjórnina.“ Steingrímur segir marga velta því fyrir sér hvað verði um auðlindina og arðinn af nýtingu hennar, komist hluturinn í hendur kanadísks fyrirtækis. Steingrímur segir ekki útilokað að aðrir innlendir aðilar komi að kaupum á HS Orku, til að mynda lífeyrissjóðirnir. Guðlaugur segir Orkuveituna neydda til að selja í HS Orku í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins og óþægilegt sé að reynt sé að gera tilboð Magma Energy tortryggilegt, en söluferlið hafi verið mjög opið. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einkaaðilum. „Ég geld mikinn varhug við því að menn hendi sér út í einkavæðingu á þessum gríðarlega mikilvægu undirstöðum í okkar hagkerfi sem þarna eru,“ segir Steingrímur. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í kaup á 16,6 prósenta hlut OR í HS Orku. Fyrirtækið vill einnig kaupa 15,4 prósenta hlut í HS Orku sem OR samdi um að kaupa af Hafnarfjarðarbæ. Samkeppniseftirlitið hefur bannað OR að eiga meira en tíu prósent í samkeppnisaðila. „Ég ímynda mér að það væri hægt að fá tímabundna undanþágu frá því, þó að samkeppnisyfirvöld samþykktu það ekki til frambúðar. Ég sé ekki að það færust himinn og jörð í samkeppnismálum þó að menn fengju eitthvert ráðrúm til að skoða þetta,“ segir Steingrímur. Fulltrúar Orkuveitunnar, borgarstjóri og formaður borgarráðs, hittu fjármálaráðherra í gærkvöldi. Steingrímur segir að bæði ríki og borg hafi lýst vilja til að skoða málið nánar, þó án skuldbindinga. Aðrir aðilar gætu komið að því. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir fundinn hafa verið ganglegan. Ríkisstjórnin hafi óskað eftir svigrúmi til að skoða málið. Tilboð Magma rennur út í dag, en Guðlaugur segist þegar hafa rætt við fulltrúa fyrirtækisins um lengri frest. Ákvörðun þar um hafði ekki verið tekin þegar blaðið fór í prentun. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þetta svigrúm fyrir ríkisstjórnina.“ Steingrímur segir marga velta því fyrir sér hvað verði um auðlindina og arðinn af nýtingu hennar, komist hluturinn í hendur kanadísks fyrirtækis. Steingrímur segir ekki útilokað að aðrir innlendir aðilar komi að kaupum á HS Orku, til að mynda lífeyrissjóðirnir. Guðlaugur segir Orkuveituna neydda til að selja í HS Orku í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins og óþægilegt sé að reynt sé að gera tilboð Magma Energy tortryggilegt, en söluferlið hafi verið mjög opið. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira