Innlent

Fá reikning frá skattinum þrátt fyrir niðurfellingu

Heimir Már Pétursson skrifar

Fastlega má búast við að stjórn Kaupþings staðfesti í kvöld, að persónulegar ábyrgðir starfsmanna og stjórnenda gamla bankans á lánum upp á fimmtíu milljarða, verði felldar niður.

Þeir sem fá þessar ábyrgðir felldar niður eru þó ekki lausar allra mála. Ríkisskattstjóri mun í framhaldinu senda þeim stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings, sem nutu þessarar fyrirgreiðslu, álagningarseðla upp á samtals átján milljarða króna vegna ógreidds tekjuskatts eftir niðurfellingu ábyrgðana.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst verða Kaupþingsmenn þó ekki þeir fyrstu sem fá slíka meðferð. Ríkiskattstjóri hefur þegar sent út álagningarseðla á þessu ári vegna niðurfelldra persónulegra ábyrgða, niðurfellingu sem embættið telur að telja eigi fram sem skattskyldar tekjur.

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar vitnaði í fréttir um að erfitt gæti reynst að snúa við ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings á Alþingi í dag.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×