Innlent

Átta leiknar kvikmyndir með vilyrði fyrir framleiðslustyrk

Átta leiknar kvikmyndir í fullri lengd fengu vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum úr Kvikmyndasjóði (KMÍ) á tímabilinu mars til júní 2009 að því er segir í tilkynningu um málið.

Um er að ræða myndirnar Órói í leikstjórn Balvins Z, Baldur í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandið í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, Rokland í leikstjórn Marteins Þórissonar, teiknimyndina Thór Í leikstjórn Óskars Jónassonar, The Whisperer í leikstjórn Ragnars Bragasonar, Gauragang í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar, og Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar.

Sjö heimildarmyndir fengu á sama tíma vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum; Erum við góð á bragðið eftir Einar M. Magnússon, Laxárdeilan eftir Grím Hákonarson, Járnminnismerki eftir Guðberg Davíðsson, Rebbi eftir Kára G. Schram, Velkomin í heim Ragnars Kjartanssonar eftir Ragnheiði Gestsdóttur, Paradox eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Sigurð Skúlason og Iceland Food Center eftir Þorstein J.

Sex heimildarmyndir fengu framleiðslustyrki á tímabilinu. Það voru myndirnar Árásin á Goðafoss eftir Björn Br. Björnsson, Sesselja eftir Jón Þór Hannesson, Laxdæla Bjarna Hermannssonar eftir Ólaf Jóhannesson, Katja eftir G. Tjörva Guðmundsson, Point of No Return eftir Helga Felixson og Krían eftir Pál Steingrímsson.

Stuttmyndin Skaði eftir Börk Sigþórsson fékk vilyrði fyrir framleiðslustyrk, en stuttmyndirnar Pleisið eftir Jakob Halldórsson, Átta rása eftir Ragnar Agnarsson, Lítill geimfari eftir Ara Alexander og Landpóstur eftir Steingrím Karlsson fengu greidda framleiðslustyrki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×