Fótbolti

Dóra tryggði Malmö sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dóra Stefánsdóttir í leik með Malmö.
Dóra Stefánsdóttir í leik með Malmö. Mynd/Scanpix

Dóra Stefánsdóttir skoraði sigurmark Malmö gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Malmö en sigurmarkið skoraði Dóra á 76. mínútu leiksins. Áður hafði Renata da Costa komið Malmö yfir en Frida Höglund jafnaði metin fyrir AIK sem lék á heimavelli í kvöld.

Malmö kom sér í efsta sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld en þetta var lokaleikur sjöundu umferðar. Malmö og Umeå eru efst og jöfn með átján stig en Malmö með talsvert betra markahlutfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×