Innlent

Allir mansalsmennirnir búnir að gefa sig fram

Allir Litháarnir hafa gefið sig fram.
Allir Litháarnir hafa gefið sig fram.

Mennirnir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í dag vegna tengsla við mansalsmál, hafa allir gefið sig fram við lögreglu. Lýst var eftir mönnunum í fjölmiðlum í dag.

Þeir eru allir taldir tengjast óhugnanlegu mansalsmáli sem upp um miðja síðustu viku. Þrír menn hafa þegar verið úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Konan, sem virðist hafa verið flutt hingað til lands, og er frá Litháen, er í gæslu lögreglunnar. Rannsóknin stendur sem hæst núna en lögreglan verst allra fregna.




Tengdar fréttir

Lýst eftir mansalsmönnum

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um mennina á meðfylgjandi myndum en myndirnar tengjast rannsókn á ætluðu mansali. Þeir sem telja sig þekkja mennina eða geta gefið einhverjar upplýsingar um þá eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða við næstu lögreglustöð.

Eftirlýstur mansalsmaður gaf sig fram

Einn lithái af þremur sem lögreglan á suðurnesjan lýsti eftir í dag vegna meints mansalsmáls sem nú er til rannsókns hefur gefið sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Lýst er eftir tveimur litháum sem einnig eru taldir tengjast málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×