Innlent

Þúsund garðar voru ræktaðir

Oktavía Edda Gunnarsdóttir og Sunna Þorsteinsdóttir í Skólagörðum Reykjavíkur í Breiðholti.
Oktavía Edda Gunnarsdóttir og Sunna Þorsteinsdóttir í Skólagörðum Reykjavíkur í Breiðholti.

Ekki færri en 423 grunnskólabörn og 117 leikskólabörn tóku þátt í starfi Skólagarða Reykjavíkur í sumar.

Tæplega þúsund matjurtagarðar voru ræktaðir sumarið 2009 hjá Reykjavíkurborg. 751 garður var í ræktun á vegum Skólagarða Reykjavíkur, 180 í Skammadal fyrir almenning og 61 garður í samstarfi Garðyrkjufélags Íslands og Reykjavíkurborgar.

Aukinn fjöldi matjurtagarða var Grænt skref í Reykjavík árið 2009 og var 200 görðum bætt við.

Mikil aðsókn var í garðana, segir í ársskýrslu Skólagarða Reykjavíkur.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×