Erlent

Reyndi að komast á sjúkrastofu Berlusconis

Óli Tynes skrifar
Berlusconi slasaðist talsvert í andliti í árásinni.
Berlusconi slasaðist talsvert í andliti í árásinni. Mynd/AP

Tuttugu og sex ára gamall maður var í dag handtekinn þegar hann reyndi að komast inn á sjúkrastofu Silvios Berluscionis, forsætisráðherra Ítalíu.

Ráðherrann liggur þar slasaður eftir að hann varð fyrir árás í Milanó um síðustu helgi. Maðurinn var að koma út úr lyftu á gangingum þar sem Berlusconi liggur þegar lífverðir handtóku hann.

Hann kvaðst aðeins vilja tala við forsætisráðherrann. Hann var óvopnaður. Talið er að hann eigi við andlega vanheilsu að stríða, eins og maðurinn sem réðst á Berlusconi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×