Innlent

Þátttaka í sveitarstjórn tryggð

kristján l. möller
kristján l. möller

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur undirritað viðauka við Evrópusáttmála um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga. Í honum er kveðið á um rétt borgara til þátttöku í sveitarstjórnarmálum.

Í því felst réttur til að leitast við að ákveða eða hafa áhrif á með hvaða hætti sveitarstjórnir fara með umboð sitt. Viðaukinn gerir ráð fyrir því að með lögum skuli kveðið á um með hvaða hætti sé unnt að auðvelda einstaklingum að nýta sér þennan rétt. Reiknað er með að viðaukinn verði fullgildur eigi síðar en í ársbyrjun 2011.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×