Innlent

Víða hálka á Vesturlandi

Á Vesturlandi eru víða hálka, hálkublettir og snjóþekja. Þungfært er á Skógarströnd og Snjóþekja og mikil snjókoma á Snæfellsnesi. Snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur er víða á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.

Á Norður- og Norðausturlandi eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Lágheiði er ófær.

Snjóþekja eða hálka er víða á Austurlandi. Ófært er yfir Öxi.

Hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×