Skilur eftir sig fjórtán milljarða skuldaslóð 20. ágúst 2009 18:30 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og Seðlabankastjóri, skilur eftir sig fjórtán milljarða skuldaslóð við gjaldþrot Langsflugs. Ríkisbankarnir Landsbanki og Íslandsbanki sitja uppi með á annan tug milljarða tjón og litlar sem engar eignir. Félagið var stofnað árið 2006 um hlut í Icelandair Group sem Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga keypti. Eignarhaldsfélaginu var slitið ári síðar og voru eignirnar fluttar í nýtt félag sem fékk nafnið Gift. Gift átti þar með þriðjung í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Finnur gegndi stöðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1995 - 1999. Þá var hann seðlabankastjóri frá árinu 2000 til 2002. Þá tók hann þátt í að kaupa Búnaðarbankann af ríkinu ásamt Ólafi Ólafssyni og fleirum. Þann 25. maí leysti skilanefnd Landsbankans til sín 23,84% hlut Langflugs í Icelandair Group. Hluturinn sem var innleystur var trygging gegn lánum vegna hlutabréfa í Icelandair Group. Við þetta varð eignarhlutur ríkisins í Icelandair 80%. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú Langflugs rann út í gær og nema kröfur í búið rúmum 14 milljörðum króna. Kröfuhafar eru tveir: Íslandsbanki með rúma 5 milljarða og Landsbankinn með rúma 8 milljarða. Í efnahagsreikningi Langflugs frá árinu 2007 kemur fram að endurskoðandi þess er Lárus Finnbogason en hann var jafnframt formaður skilanefndar Landsbankans sem er stærsti kröfuhafi Langflugs. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt Ólafsson, skiptastjóri Langflugs, að nánast engar eignir væru í félaginu. Þrot félagsins lendir því nær alfarið á Landsbankanum og Íslandsbanka. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og Seðlabankastjóri, skilur eftir sig fjórtán milljarða skuldaslóð við gjaldþrot Langsflugs. Ríkisbankarnir Landsbanki og Íslandsbanki sitja uppi með á annan tug milljarða tjón og litlar sem engar eignir. Félagið var stofnað árið 2006 um hlut í Icelandair Group sem Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga keypti. Eignarhaldsfélaginu var slitið ári síðar og voru eignirnar fluttar í nýtt félag sem fékk nafnið Gift. Gift átti þar með þriðjung í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Finnur gegndi stöðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1995 - 1999. Þá var hann seðlabankastjóri frá árinu 2000 til 2002. Þá tók hann þátt í að kaupa Búnaðarbankann af ríkinu ásamt Ólafi Ólafssyni og fleirum. Þann 25. maí leysti skilanefnd Landsbankans til sín 23,84% hlut Langflugs í Icelandair Group. Hluturinn sem var innleystur var trygging gegn lánum vegna hlutabréfa í Icelandair Group. Við þetta varð eignarhlutur ríkisins í Icelandair 80%. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú Langflugs rann út í gær og nema kröfur í búið rúmum 14 milljörðum króna. Kröfuhafar eru tveir: Íslandsbanki með rúma 5 milljarða og Landsbankinn með rúma 8 milljarða. Í efnahagsreikningi Langflugs frá árinu 2007 kemur fram að endurskoðandi þess er Lárus Finnbogason en hann var jafnframt formaður skilanefndar Landsbankans sem er stærsti kröfuhafi Langflugs. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt Ólafsson, skiptastjóri Langflugs, að nánast engar eignir væru í félaginu. Þrot félagsins lendir því nær alfarið á Landsbankanum og Íslandsbanka.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira