Innlent

Landhelgisgæslan kom strandaglópum til bjargar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan átta í kvöld tilkynning frá mótorbátnum Moniku GK-136, sem er 9,7 brúttótonna mótorbátur, um að báturinn væri strandaður með þrjá menn um borð við sjóvarnargarðinn í Innri-Njarðvík. Samkvæmt skjám sjálfvirka tilkynningakerfisins í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar virtist báturinn hins vegar vera staddur við sjóvarnargarðinn í Garði.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var björgunarsveitum Suðurness og Njarðvíkur samstundis gert viðvart auk þess sem björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landbjargar fóru á staðinn. Reyndist við eftirgrennslan báturinn vera við sjóvarnargarðinn í Garði. Var Björgunarbáturinn Njörður frá Njarðvík fyrstur á staðinn klukkan tíu mínútur í níu og fór áhöfn Moniku um borð í bátinn.

Á staðnum var þoka, en gott veður. Björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landbjargar, Þorsteinn frá Njarðvik dró bátinn af strandstað til hafnar í Garði.

Áhöfn bátsins sakaði ekki samkvæmt upplýsingum Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×