Innlent

AGS endurskoðar efnahagsáætlun Íslands á miðvikudaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Franik Rowsadoski og Mark Flanagan hafa farið með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franik Rowsadoski og Mark Flanagan hafa farið með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnar Íslands á miðvikudaginn eftir viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sent fjölmiðlum. Þetta þýðir að Ísland mun fá greiddan annan hluta lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nemur um 167 milljónum bandaríkjadala og lán frá Norðurlöndunum og Póllandi geta fengist greidd.

Í tilkynningunni segir að endurskoðun áætlunarinnar hafi dregist af tveimur ástæðum. Annars vegar hafi sú stjórnmálakreppa sem var uppi og kosningarnar í vor tafið ferlið. Hins vegar hafi reynst erfitt að ná samkomulagi við kröfuhafa sem hafi valdið erfiðleikum við að tryggja fjármögnun fyrir efnahagsáætluninni frá aðildarríkjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×