Erlent

Fimm breskir hermenn drepnir í Afganistan

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Afganskur lögreglumaður skaut fimm breska hermenn til bana í Helmand-héraðinu í Afganistan síðdegis í gær og hefur breska varnarmálaráðuneytið hafið rannsókn á málinu. Þar með hafa 94 breskir hermenn fallið á þessu ári sem er það mesta á einu ári síðan í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum þremur áratugum. Alls hafa 229 breskir hermenn nú látist í Afganistan frá því stríðið þar hófst árið 2001.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×