Verðtrygging miðist við laun 9. september 2009 06:15 Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira