Innlent

Árni skilaði einn ekki uppgjöri

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Árni Johnsen.
Árni Johnsen. Mynd/Pjetur
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er eini þingmaðurinn sem skilaði ekki inn fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna þátttöku í prófkjöri eða forvali vegna þingkosninganna í vor.

Af samtals 318 frambjóðendum sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali innan stjórnmálaflokkanna vegna kosninganna hafa 281 nú skilað upplýsingum um kostnað sinn til Ríkisendurskoðunar. Þar af hafa 43 frambjóðendur skilað fjárhagslegu uppgjöri en 238 yfirlýsingu um að kostnaður þeirra hafi ekki verið umfram 300 þúsund krónur. Samtals eiga því 37 frambjóðendur enn eftir að skila en samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda er þeim skylt að gera það.

Allir frambjóðendur Framsóknarflokksins skiluðu umræddum upplýsingum til Ríkisendurskoðunar og allir nema einn af frambjóðendum Samfylkingarinnar.

Fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar að unnið sé að því að fara yfir uppgjör þeirra frambjóðenda sem höfðu meiri kostnað af kosningabaráttu sinni en 300 þúsund krónur. Ríkisendurskoðun mun síðar í þessum mánuði birta útdrátt úr þessum uppgjörum eins og fyrrnefnd lög gera ráð fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×