Átti ekkert og hafði því engu að tapa 27. janúar 2009 03:00 Gísli Ragnar Pétursson „Við rífum okkur upp úr þessu, það eru alveg hreinar línur,“ sagði Gísli Ragnar Pétursson, 71 árs borgarstarfsmaður, sem sat málþing um tengsl fjárhags og heilsu í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Gísli Ragnar segist hafa mikla trú á land og þjóð. Þau orð hans endurspegla ágætlega hugarfar þeirra eldri borgara sem Fréttablaðið ræddi við á málþinginu. „Ég hef engar áhyggjur, hvorki fyrir mína hönd né þjóðarinnar. Ég er gamall kaupfélagsstjóri á harðindasvæðum svo ég þekki mætavel hvað það er að standa í erfiðleikum. Ég var kaupfélagsstjóri á Þórshöfn á Langanesi í níu ár, þar á meðal hafísárið 1965 og þá við vorum eina svæðið á Norðausturlandi sem ekki bað um aðstoð. Þannig að ég veit vel hvaða kraftur býr í fólki og brýst fram þegar á þarf að halda.“ „Þessar þrengingar hafa engin áhrif á mig, bara alls engar,“ segir Guðmundur Sigfússon sem fylgdi þeim Steinunni Jónsdóttur og Sesselju Laxdal á málþingið. „Ég var búinn að koma mér fyrir í íbúð fyrir eldri borgara á Kleppsvegi svo þetta getur ekki verið betra.“ Förunautar hans voru heldur ekki áhyggjufullir. Verst þótti þeim, eins og Guðmundi, að fólk færi fram með of miklu offorsi í mótmælunum. „Og það er algjör óhæfa að fólk sé að fara með börnin sín þangað,“ segir Guðmundur. Hulda Kristjánsdóttir er á níræðisaldri þótt hún beri það ekki með sér. Hún kippir sér heldur ekki upp við ástandið. „Ég segi bara eins og kerlingin, ég átti ekkert fyrir þannig að ég hafði engu að tapa,“ segir Hulda og hlær við. Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sem stóð fyrir málþinginu, segir að vissulega hafi ástandið í þjóðfélaginu áhrif á margt eldra fólk rétt eins og aðra. „Mörg þeirra fylgjast gríðarlega vel með fréttum og annarri umfjöllun um ástandið en fréttaflutningurinn er sjaldnast miðaður við aðstæður þeirra,“ segir hún. „Þannig að margir finna til óöryggis. Til dæmis hefur það verið sagt að ástandið eigi ekki að hafa áhrif á grunnþjónustuna en það fylgir ekki sögunni hvernig menn skilgreina hana nákvæmlega.“ jse@frettabladid.is í góðum félagsskap Guðmundur Sigfússon kom á málþingið í fylgd þeirra Steinunnar Jónsdóttur og Sesselju Laxdal. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Við rífum okkur upp úr þessu, það eru alveg hreinar línur,“ sagði Gísli Ragnar Pétursson, 71 árs borgarstarfsmaður, sem sat málþing um tengsl fjárhags og heilsu í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Gísli Ragnar segist hafa mikla trú á land og þjóð. Þau orð hans endurspegla ágætlega hugarfar þeirra eldri borgara sem Fréttablaðið ræddi við á málþinginu. „Ég hef engar áhyggjur, hvorki fyrir mína hönd né þjóðarinnar. Ég er gamall kaupfélagsstjóri á harðindasvæðum svo ég þekki mætavel hvað það er að standa í erfiðleikum. Ég var kaupfélagsstjóri á Þórshöfn á Langanesi í níu ár, þar á meðal hafísárið 1965 og þá við vorum eina svæðið á Norðausturlandi sem ekki bað um aðstoð. Þannig að ég veit vel hvaða kraftur býr í fólki og brýst fram þegar á þarf að halda.“ „Þessar þrengingar hafa engin áhrif á mig, bara alls engar,“ segir Guðmundur Sigfússon sem fylgdi þeim Steinunni Jónsdóttur og Sesselju Laxdal á málþingið. „Ég var búinn að koma mér fyrir í íbúð fyrir eldri borgara á Kleppsvegi svo þetta getur ekki verið betra.“ Förunautar hans voru heldur ekki áhyggjufullir. Verst þótti þeim, eins og Guðmundi, að fólk færi fram með of miklu offorsi í mótmælunum. „Og það er algjör óhæfa að fólk sé að fara með börnin sín þangað,“ segir Guðmundur. Hulda Kristjánsdóttir er á níræðisaldri þótt hún beri það ekki með sér. Hún kippir sér heldur ekki upp við ástandið. „Ég segi bara eins og kerlingin, ég átti ekkert fyrir þannig að ég hafði engu að tapa,“ segir Hulda og hlær við. Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sem stóð fyrir málþinginu, segir að vissulega hafi ástandið í þjóðfélaginu áhrif á margt eldra fólk rétt eins og aðra. „Mörg þeirra fylgjast gríðarlega vel með fréttum og annarri umfjöllun um ástandið en fréttaflutningurinn er sjaldnast miðaður við aðstæður þeirra,“ segir hún. „Þannig að margir finna til óöryggis. Til dæmis hefur það verið sagt að ástandið eigi ekki að hafa áhrif á grunnþjónustuna en það fylgir ekki sögunni hvernig menn skilgreina hana nákvæmlega.“ jse@frettabladid.is í góðum félagsskap Guðmundur Sigfússon kom á málþingið í fylgd þeirra Steinunnar Jónsdóttur og Sesselju Laxdal.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira