Erlent

Þýfi fyrir tugi milljóna fannst í Ósló

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Eitt málverkanna sem stolið var.
Eitt málverkanna sem stolið var. MYND/Lögreglan í Ósló

Þrír stórþjófar í Ósló, höfuðborg Noregs, voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær eftir að lögregla fann þýfi fyrir tugi milljóna króna á heimili eins þeirra.

Verðmæt málverk, símar og stafrænar myndavélar er meðal þess sem fannst en það var einmitt slík myndavél sem kom lögreglunni á sporið. Vélin fannst í fórum eins mannanna og reyndist hún innihalda fjölda mynda af stolnum málverkum. Böndin bárust þá að bróður mannsins og heima hjá honum reyndist háaloftið stútfullt af listaverkum og öðrum varningi, sem horfið hefur á margra ára tímabili. Bræðurnir eru Albanar en þriðji maðurinn er Frakki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×