Athyglisverðar fylgissveiflur 27. janúar 2009 04:00 Skoðanakannanir sýna að afstaða íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu sveiflast mjög mikið. Nordicphotos/afp „Það er athyglisvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja almennings til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Í könnuninni segjast 59,8 prósent ekki vilja að Ísland sæki um aðild að sambandinu en í nóvember í fyrra sögðust 59,6 prósent vera fylgjandi aðildarumsókn. Finnur telur þessa sveiflu sýna að frekari dýpt vanti í umræðuna. „Þess vegna er þeim mun brýnna að það verði leitt til lykta hverjir kostir og gallar aðildar eru raunverulega og það gert sem allra fyrst,“ segir Finnur. Hann segir verkefnin fram undan ráðast að miklu á því hvaða leið verði farin í Evrópumálum. Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir sveiflurnar einnig athyglisverðar. „Maður sér ekki að það sé nokkur einhlít skýring á þessu en það er greinilegt að núna er fólk að hugsa um aðra hluti en Evrópusambandið,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í ljósi atburða í þjóðfélaginu sé það ekki óeðlilegt. „Það væri áhugavert að sjá dýpri kannanir þar sem skýringar á þessum sveiflum kæmu fram,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að allt sem viðkemur stjórnmálum á Íslandi sé í uppnámi. „Ég hygg að þetta endurspegli meira almenna vantrú fólks á stjórnmálum,“ segir Gylfi. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, minnir á að SI hafi að undanförnu staðið að reglulegum skoðanakönnunum um afstöðu Íslendinga til Evrópusambandsaðildar. Nýjasta könnun SI var gerð 8. til 18. janúar síðastliðinn þar sem 56 prósent sögðust hlynnt aðild, 25 prósent voru andvíg og 18 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg aðild. „Mér þykir ósennilegt að þjóðin hafi á fáeinum dögum skipt svona gersamlega um skoðun en hins vegar er rétt að undanfarið hefur dregið saman með þeim sem eru fylgjandi aðild og þeim sem eru henni andsnúnir. Það hafa kannanir okkar sýnt,“ segir Jón Steindór. „Ég held að það megi að sumu leyti skýra þetta með almennu upplausnarástandi í samfélaginu, fólk veit ekki almennilega í hvorn fótinn það á að stíga,“ segir Jón Steindór. olav@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Það er athyglisvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja almennings til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Í könnuninni segjast 59,8 prósent ekki vilja að Ísland sæki um aðild að sambandinu en í nóvember í fyrra sögðust 59,6 prósent vera fylgjandi aðildarumsókn. Finnur telur þessa sveiflu sýna að frekari dýpt vanti í umræðuna. „Þess vegna er þeim mun brýnna að það verði leitt til lykta hverjir kostir og gallar aðildar eru raunverulega og það gert sem allra fyrst,“ segir Finnur. Hann segir verkefnin fram undan ráðast að miklu á því hvaða leið verði farin í Evrópumálum. Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir sveiflurnar einnig athyglisverðar. „Maður sér ekki að það sé nokkur einhlít skýring á þessu en það er greinilegt að núna er fólk að hugsa um aðra hluti en Evrópusambandið,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í ljósi atburða í þjóðfélaginu sé það ekki óeðlilegt. „Það væri áhugavert að sjá dýpri kannanir þar sem skýringar á þessum sveiflum kæmu fram,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að allt sem viðkemur stjórnmálum á Íslandi sé í uppnámi. „Ég hygg að þetta endurspegli meira almenna vantrú fólks á stjórnmálum,“ segir Gylfi. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, minnir á að SI hafi að undanförnu staðið að reglulegum skoðanakönnunum um afstöðu Íslendinga til Evrópusambandsaðildar. Nýjasta könnun SI var gerð 8. til 18. janúar síðastliðinn þar sem 56 prósent sögðust hlynnt aðild, 25 prósent voru andvíg og 18 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg aðild. „Mér þykir ósennilegt að þjóðin hafi á fáeinum dögum skipt svona gersamlega um skoðun en hins vegar er rétt að undanfarið hefur dregið saman með þeim sem eru fylgjandi aðild og þeim sem eru henni andsnúnir. Það hafa kannanir okkar sýnt,“ segir Jón Steindór. „Ég held að það megi að sumu leyti skýra þetta með almennu upplausnarástandi í samfélaginu, fólk veit ekki almennilega í hvorn fótinn það á að stíga,“ segir Jón Steindór. olav@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira