Innlent

Sjósundfólki fjölgar ört

Sjósundgestakomum á ylströndina fer hríðfjölgandi og mun gestur númer 5.000 fá kaffi til að hafa með í heita pottinn.
Sjósundgestakomum á ylströndina fer hríðfjölgandi og mun gestur númer 5.000 fá kaffi til að hafa með í heita pottinn.

Fjöldi gesta sem stunda sjósund við ylströndina í Nauthólsvík hefur fimmfaldast á einu ári, að sögn Árna Jónssonar, deildarstjóra í útivistarmiðstöð Nauthólsvíkur.

„Ég tel hiklaust að kreppan eigi sinn þátt í þessu,“ segir hann. „Bæði tel ég að fólk hafi meiri tíma núna og eins held ég að fólk sæki í ögrandi áskoranir.“

Það sem af er þessu ári hafa 3.648 lagst til sunds en á sama tíma í fyrra höfðu 708 brugðið sér í sjóinn á Ylströndinni. „Við höfum því ákveðið að fimmþúsundasti gesturinn í ár fái ókeypis kaffi til að taka með sér í pottinn eftir sjósundið,“ segir Árni.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×