Bjargvættirnir frá Danmörku 19. janúar 2009 04:00 Jacob binzer aka cobber – gítarleikari d-a-d Segir enga leið að lýsa tónlist eða „sound-i“ með orðum. „Ég veit ekki hvort fjáröflunin sem slík verður eitthvað sem öllu máli skiptir. Aðallega er þetta nú að sýna samstöðu, vekja athygli á málstaðnum og létta fólki lífið með rokktónleikum," segir Jacob Binzer aka Cobber, gítarleikari D-A-D, í samtali við Fréttablaðið. Einhver stærsta rokksveit Norðurlanda, hin danska D-A-D, er á leið til landsins. Hún heldur tónleika á laugardagskvöld, 24. janúar, á Nasa til styrktar nauðstöddum Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við samtökin Because We Care sem hafa að markmiði að styðja við bakið á bágstöddum Íslendingum í Danmörku, einkum ellilífeyrisþegum og námsmönnum sem hafa farið sérlega illa út úr bankahruninu og veikingu krónunnar. „Já, við eigum vin sem starfar með samtökunum. Við höfum séð í sjónvarpi hvernig saklaust fólk verður fyrir barðinu á þessu ástandi og gott að geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar," segir Cobber. Meðlimir D-A-D munu dvelja hér á landi í fimm daga og auk þess að spila á tónleikunum munu þeir taka upp vídeó hér. Hljómsveitin kom til Íslands fyrir margt löngu eða árið 1995 og tók þá einmitt upp myndband við eitt laga sinna. Cobber segir Ísland sérlega fagurt land sem bjóði upp á mjög sérstæða tökustaði. Aðspurður hvort eitthvað sé skipulagt annað meðan hljómsveitarmeðlimir dvelja hér á landi segir Cobber að þeir ætli að hitta innfædda - „We are going to meet the locals," segir þessi vingjarnlegi danski gítarleikari sposkur. Hljómsveitin D-A-D á sér merkilegan og langan feril. Enn eru upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar að nema nýr trymblill kom til sögunnar árið 1999. „Jú, trommurum hættir til að springa í loft upp," segir Cobber. D-A-D var stofnuð árið 1984 og hóf þá að spila köntrí-skotið pönk. „Glimrokk? Jú, en við höfum daðrað við ýmsar tónlistarstefnur. Við höfum spilað hart rokk, metal, sumt má kalla klassískt rokk… við erum fyrst og fremst rokkhljómsveit en það má kannski segja að við séum of ruglaðir til að halda okkur á einhverjum einum tilteknum bási." Meðlimir D-A-D eru meðal þeirra norrænu tónlistarmanna sem hafa náð hvað lengst á alþjóðavettvangi. Árið 1989 gerðu þeir milljóna dollara útgáfusamning við Warner Bros í tengslum við útgáfu plötunnar No Fuel Left for the Pilgrims sem sló rækilega í gegn. Þeir fóru í tónleikaferð um Bandaríkin og stóðu á barmi heimsfrægðar sem lét á sér standa. Cobber lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, segir þetta hafa verið stórt fyrir þá þó að útgáfufyrirtækið hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Væntingarnar voru svo miklar á þessum tíma. Og menn vilja alltaf meira." Nú er hins vegar það á dagskrá hjá hljómsveitinni að fylgja eftir sinni tíundu plötu sem nýverið kom út. Monster Philosophy. En þar kennir ýmissa grasa og stílbrigða sem lýsa vel þessari fjölhæfu dönsku hljómsveit. Aðspurður hvort Cobber þekki íslenska tónlist og tónlistarmenn þá nefnir hann þessa hefðbundnu grunuðu: „Jú, Björk. Auðvitað. Sykurmolana og Sigur Rós." En… þú hlýtur að þekkja Bubba Morthens? „Ehhh, nei, því miður. Ég veit ekki hvaða hljómsveit það er." jakob@frettabladid.is Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
„Ég veit ekki hvort fjáröflunin sem slík verður eitthvað sem öllu máli skiptir. Aðallega er þetta nú að sýna samstöðu, vekja athygli á málstaðnum og létta fólki lífið með rokktónleikum," segir Jacob Binzer aka Cobber, gítarleikari D-A-D, í samtali við Fréttablaðið. Einhver stærsta rokksveit Norðurlanda, hin danska D-A-D, er á leið til landsins. Hún heldur tónleika á laugardagskvöld, 24. janúar, á Nasa til styrktar nauðstöddum Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við samtökin Because We Care sem hafa að markmiði að styðja við bakið á bágstöddum Íslendingum í Danmörku, einkum ellilífeyrisþegum og námsmönnum sem hafa farið sérlega illa út úr bankahruninu og veikingu krónunnar. „Já, við eigum vin sem starfar með samtökunum. Við höfum séð í sjónvarpi hvernig saklaust fólk verður fyrir barðinu á þessu ástandi og gott að geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar," segir Cobber. Meðlimir D-A-D munu dvelja hér á landi í fimm daga og auk þess að spila á tónleikunum munu þeir taka upp vídeó hér. Hljómsveitin kom til Íslands fyrir margt löngu eða árið 1995 og tók þá einmitt upp myndband við eitt laga sinna. Cobber segir Ísland sérlega fagurt land sem bjóði upp á mjög sérstæða tökustaði. Aðspurður hvort eitthvað sé skipulagt annað meðan hljómsveitarmeðlimir dvelja hér á landi segir Cobber að þeir ætli að hitta innfædda - „We are going to meet the locals," segir þessi vingjarnlegi danski gítarleikari sposkur. Hljómsveitin D-A-D á sér merkilegan og langan feril. Enn eru upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar að nema nýr trymblill kom til sögunnar árið 1999. „Jú, trommurum hættir til að springa í loft upp," segir Cobber. D-A-D var stofnuð árið 1984 og hóf þá að spila köntrí-skotið pönk. „Glimrokk? Jú, en við höfum daðrað við ýmsar tónlistarstefnur. Við höfum spilað hart rokk, metal, sumt má kalla klassískt rokk… við erum fyrst og fremst rokkhljómsveit en það má kannski segja að við séum of ruglaðir til að halda okkur á einhverjum einum tilteknum bási." Meðlimir D-A-D eru meðal þeirra norrænu tónlistarmanna sem hafa náð hvað lengst á alþjóðavettvangi. Árið 1989 gerðu þeir milljóna dollara útgáfusamning við Warner Bros í tengslum við útgáfu plötunnar No Fuel Left for the Pilgrims sem sló rækilega í gegn. Þeir fóru í tónleikaferð um Bandaríkin og stóðu á barmi heimsfrægðar sem lét á sér standa. Cobber lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, segir þetta hafa verið stórt fyrir þá þó að útgáfufyrirtækið hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Væntingarnar voru svo miklar á þessum tíma. Og menn vilja alltaf meira." Nú er hins vegar það á dagskrá hjá hljómsveitinni að fylgja eftir sinni tíundu plötu sem nýverið kom út. Monster Philosophy. En þar kennir ýmissa grasa og stílbrigða sem lýsa vel þessari fjölhæfu dönsku hljómsveit. Aðspurður hvort Cobber þekki íslenska tónlist og tónlistarmenn þá nefnir hann þessa hefðbundnu grunuðu: „Jú, Björk. Auðvitað. Sykurmolana og Sigur Rós." En… þú hlýtur að þekkja Bubba Morthens? „Ehhh, nei, því miður. Ég veit ekki hvaða hljómsveit það er." jakob@frettabladid.is
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira