Enski boltinn

Ferguson afskrifar Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að eingöngu Liverpool geti veitt sínum mönnum einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn í vor.

Í kvöld mætir Manchester United liði Fulham á heimavelli í frestuðum leik og getur með sigri náð átta stiga forystu á Aston Villa, Chelsea yrði þá tíu stigum á eftir og Arsenal fimmtán.

Liverpool er nú tveimur stigum á eftir United en það gæti breyst eftir leik kvöldsins.

Ferguson segir að með brottvikningu Luiz Felipe Scolari úr stöðu knattspyrnustjóra hjá Chelsea hafi titilvonir liðsins orðið að engu. Stöðugleiki sé lykillinn að velgengni í slíkri titilbaráttu sem nú ríkir.

„Atburðir hafa atvikast okkur í hag. Titilbaráttan mun nú standa á milli okkar og Liverpool."

„Ég mun hins vegar hafa auga með Aston Villa sem virðist hafa tekið að sér hlutverk Arsenal."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×