Innlent

Sparisjóðirnir yfirtaki einn af ríkisbönkunum

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að stjórnvöld íhugi að fela sparisjóðunum að yfirtaka einn af ríkisbönkunum þremur. Birkir greindi frá þessari afstöðu sína í utandagskrárumræðu um efnahagsmál á Alþingi fyrr í dag.

Í samtali við fréttastofu sagðist Birkir leggja mikla áherslu á það lykilhlutverk sem hann telur að sparisjóðirnir muni gegna við endurreisn efnahagslífsins.

,,Endurreisnin á að byggja á gildum samfélagslegrar ábyrðar sem þeir hafa sýnt á undanförnum áratugum. Ég vil skoða þá leið að sparisjóðirnir yfirtaki einn af ríkisbönkunum þremur. Ríkið á í fullu fangi við að reka þrjá ríkisbanka og ég tel að allir séu sammála um að ríkið eigi ekki að vera allsráðandi á fjármálamörkuðum," sagði varaformaðurinn.

Birkir telur að þessi útfærsla geti mögulega verið lausn á erfiðri stöðu fjármálastofnana til lengri tíma litið. Um leið geti hún stuðlað að hagræðingu í þeim geira sem hann telur nauðsynlegt að ná fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×