Innlent

Innbrot í hestavöruverslun

Brotist var inn í hestavöruverslun í Kópavogi í nótt. Vegfarandi sem leið átti hjá kallaði til lögreglu þegar hann sá að búið var að brjóta rúðu í versluninni. Þjófurinn komst að minnsta kosti á brott með skiptimynt úr peningakassanum en óljóst er hvort fleira hafi verið tekið.

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið við Kirkjuteig í Reykjavík í nótt en ekki er vitað hvort einhverju hafi verið stolið. Að öðru leyti var nóttin róleg á höfuðborgarsvæðinu að sögn lögreglu ef undan eru skyldar nokkrar tilkynningar þar sem kvartað var undan ölvuðu fólki og hávaða í heimahúsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×