Erlent

Tónleikagestir gerast æ hagsýnni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bruce Springsteen á tónleikum.
Bruce Springsteen á tónleikum.

Aðstandendur hvers kyns tónleika í Los Angeles segjast taka eftir því hve fólk leggur sig nú í líma við að næla sér í síðustu aðgöngumiða á tónleika en þeir eru oft seldir með verulegum afslætti frekar en að hafa auð sæti á tónleikunum. Dæmi eru um að hagsýnir neytendur hafi orðið sér úti um miða á tónleika með Bruce Springsteen fyrir ekki hærri upphæð en einn dollara en það eru vel innan við 200 krónur íslenskar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×