Enski boltinn

Kinnear í hjartaaðgerð í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, mun gangast undir þrefalda hjáveituaðgerð á hjarta í dag.

Kinnear veiktist fyrir leik Newcastle gegn West Brom á laugardaginn og var fluttur á sjúkrahús. Hann hefur áður verið hjartveikur áður en hann fékk hjartaáfall fyrir tíu árum síðan.

Hann þarf minnst tvo mánuði til að jafna sig en ef hann snýr aftur eftir þann tíma gæti hann stýrt liðinu í síðustu sex leikjum sínum á tímabilinu.

Chirs Hughton, aðstoðarmaður Kinnear, hefur stýrt liðinu í fjarveru Kinnear.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×