Lífið

Félagsmálaráðherra bauð íþróttaafreksmanni í bollukaffi

Ásta Ragnheiður heiðrar Katrínu Guðrúnu með bókargjöf. Mynd/ Félagsmálaráðuneytið.
Ásta Ragnheiður heiðrar Katrínu Guðrúnu með bókargjöf. Mynd/ Félagsmálaráðuneytið.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags og tryggingamálaráðherra, bauð í dag Katrínu Guðrúnu Tryggvadóttur ásamt fjölskyldu og þjálfara í bolludagskaffi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu, til að fagna frábærum árangri Katrínar í keppni í listhlaupi á skautum á alþjóðavetrarleikunum Special Olympics í Boise Idaho í Bandaríkjunum nýverið. Katrín lenti í 5. sæti í sínum flokki á leikunum, en hún hefur æft listhlaup á skautum undir leiðsögn Helgu Olsen í fjögur ár hjá skautafélaginu Birninum.

Ráðherra afhenti Katrínu Guðrúnu ljósmyndabók, óskaði henni hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur og sagði að „Katrín hefði verið landi og þjóð til sóma og staðið vel undir því álagi sem óneitanlega fylgdi því að vera eini íslenski keppandinn á svona stórum íþróttaviðburði. Frammistaða Katrínar sýni hversu mikilvægt það sé að styðja við það frábæra starf sem unnið er hjá Íþróttasambandi fatlaðra."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.