Lífið

Brad Pitt of myndarlegur

Hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í spennumyndinni State of Play.
Hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í spennumyndinni State of Play.

Kevin Macdonald, leikstjóri myndarinnar State of Play, er ánægður með að hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í myndinni. Ástæðan er sú að hann var of myndarlegur fyrir hlutverkið.

Pitt átti að leika blaðamann í myndinni á móti Ben Affleck, sem leikur stjórnmálamann, en hætti við vegna þess að hann var ósáttur við handritið. Í stað hans var fenginn Russell Crowe. „Að vissu leyti er ég ánægður með að þetta gekk ekki upp með Brad,“ sagði MacDonald. „Sambandið á milli blaðamannsins og stjórnmálamannsins átti að vera þannig að blaðamanninum átti að líða eins og hálfgerðum klunna sem gæti ekki náð í kærustu. Hann átti að líta upp til stjórnmálamannsins. Þannig er Brad Pitt ekki.

Hann þarf ekki að horfa upp til neins og segja: „Ég vildi óska að ég væri með kærustunni þinni“.“ Kvikmyndin, sem er byggð á samnefndum breskum sjónvarpsþáttum, er væntanleg í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.