Innlent

Þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngunum á fimmta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu voru ökumenn einir í öllum þremur bílunum. Þeir eru allir komnir í sjúkrabíla og fara tveir þeirra á sjúkrahús á Akranesi en einn til Reykjavíkur. Meiðsl þeirra eru minniháttar að sögn sjúkraflutningamanna.

Hreinsunarstarf gæti tekið um klukkutíma og því er fólki, sem er á leið á Vesturland, bent á að fara Hvalfjörðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×