Íslenski boltinn

Þorsteinn Gunnarsson tekur við formennsku í Grindavík

Mynd/Vilhelm

Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka Íþróttafréttamanna, hefur verið ráðinn formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar fór fram í gærkvöld og þar var tilkynnt að Þorsteinn tæki við embætti formanns af Jóni H. Gíslasyni sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Á fundinum kom fram að hagnaður af rekstri knattspyrnudeildarinnar hefði verið tæplega 1,4 milljónir. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×