Erlent

Bretar æfir Írönum

Bretar eru æfir Írönum vegna áforma þeirra um að rétta yfir starfsmönnum í breska sendiráðinu í Teheran. Þeir voru handteknir um síðustu helgi og sakaðir um aðild að mótmælum vegna forsetakosninganna í Íran í síðasta mánuði.

Níu starfsmenn í sendiráðinu voru handteknir og skaðir um að skipuleggja mótmælin sem væru ólögleg. Öllum nema tveimur hefur nú verið sleppt að sögn fulltrúa breskra stjórnvalda sem Breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Þeir tveir sem enn eru í haldi eru Íranar og mun áformað að draga þá fyrir dóm vegna ásakana um aðild að mótmælunum.

BBC hefur það eftir háttsettum fulltrúa í íranska dómsmálaráðuneytinu. Hinir handteknu hafi játað á sig alvarlega glæpi, þar með að hafa hvatt til ofbeldisverka í mótmælunum, og því verði réttað í málinu. Sendiráðsstarfsmennirnir hafa komið fram í írönskum fjölmiðlum fullir iðrunar.

Bresk stjórnvöld eru æfa reið vegna málsins og er haft eftir talsmanni breska utanríkisráðuneytisins að aðgerðir Írana valdi mikilli hneykslun. Þegar verði leitað skýringa frá írönskum stjórnvöldum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×