Enski boltinn

Mourinho útilokar ekki endurkomu til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter. Nordic Photos / AFP
Jose Mourinho sagði á blaðamannafundi í gær að hann útilokaði ekki að snúa aftur til Chelsea í framtíðinni.

„Ef þú spyrð mig hvort ég fari aftur til Chelsea mun ég svara já, ég held það. Við vorum ánægð saman," sagði Mourinho en neitaði þó að segja hvenær þetta gæti gerst.

Guus Hiddink var ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea í vikunni og er þriðji stjórinn sem er ráðinn síðan að Mourinho hætti haustið 2007.

„Í dag er ég bara stuðningsmaður Chelsea. Ég óska þeim alls hins besta. Chelsea er sérstakt félag í mínum augum og á ég sérstaka vini þar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×