Lífið

Afrekskona Létt Bylgjunnar valin á ný

Ingibjörg Friðriksdóttir, afrekskona Létt Bylgjunnar 2008.
Ingibjörg Friðriksdóttir, afrekskona Létt Bylgjunnar 2008.

Létt Bylgjan hyggst endurtaka valið á afrekskonu Létt Bylgjunnar sem valin var í fyrsta sinn í fyrra og óskar nú eftir tilnefningum. Miðvikudagskvöldið 25. mars verður svo glæsilegt konukvöld Létt Bylgjunnar haldið í Smáralindinni. Glæsileg skemmtun með fordrykk í Vetrargarðinum og spennandi dagskrá og uppákomum allt kvöldið.

Miðar á skemmtunina verða gefnir heppnum hlustendum á næstunni en að sjálfsögðu er Smáralindin öllum konum opin þetta kvöld. Hera Björk verður kynnir. Afrekskona Létt Bylgjunnar í fyrra var Ingibjörg Friðriksdóttir, 18 ára fatahönnuður og nemi í Verlsunarskólanum sem safnaði rúmum 4 milljónum króna fyrir mænuskaddaða eftir að móðir hennar slasaðist. Valið verður nú endurtekið og er hægt að leggja fram tilnefningar á bylgjan.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.