Fótbolti

Hearts tapaði án fyrirliðans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Hearts mátti þola 2-0 tap fyrir Hamilton á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Hearts lék án Christophe Berra varnarmanns og fyrirliða þar sem hann er á leið til Wolves.

Eggert Gunnþór Jónsson tók hans stöðu í miðju varnarinnar og lék allan leikinn. Simon Mensing skoraði bæði mörk Hamilton í upphafi hvors hálfsleiksins.

Rangers minnkaði forskot Celtic á toppi deildarinnar í eitt stig með 2-0 sigri á Dundee United en Celtic á þó leik til góða.

Úrslit dagsins:

St. Mirren - Kilmarnock 1-1

Falkirk - Aberdeen 1-0

Hamilton - Hearts 2-0

Hibernian - Motherwell 1-1

Rangers - Dundee United 2-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×