Íslenski boltinn

Lánssamningur á teikniborðinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gunnar Már gæti dvalið hjá Crewe fram í maí.
Gunnar Már gæti dvalið hjá Crewe fram í maí. Mynd/Daníel

Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson heldur út til æfinga hjá enska C-deildar­félaginu Crewe Alexandra á morgun en þar er Guðjón Þórðarson við stjórnvölinn. Ef allt gengur að óskum hjá Gunnari Má mun hann líklega gera lánssamning við félagið fram á sumar.

„Maður þorir ekki að vona of mikið en þetta kemur allt í ljós eftir þessa viku sem ég mun æfa með liðinu. Ef það gengur vel þá mun ég skrifa undir lánssamning við félagið og kem þá ekkert aftur heim fyrr en í maí," segir Gunnar Már.

Gunnar Már vakti verðskuldaða athygli fyrir spilamennsku sína með Fjölni síðasta sumar og fór meðal annars út til æfinga hjá norska félaginu Lyn í vetur.

„Maður hefur náttúrlega stefnt leynt og ljóst að því að fara út. Ég var líka sæmilega passífur í kringum jólin þannig að ég er ekkert of þungur, en maður mætti sjálfsagt vera léttari og það verður fljótt að koma," segir Gunnar Már á léttum nótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×