Innlent

Valnefndin vill Jónu Kristínu

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Valnefnd Kolfreyjustaðarprestakalls ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 27. ágúst að leggja til að sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, verði skipaður sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli. Embættið veitist frá 1. september næstkomandi.

Þrír umsækjendur voru um embættið en einn dró umsókn sína til baka.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Kolfreyjustaðarprestakalls ásamt prófasti Austfjarðaprófastsdæmis.

Jóna Kristín er fæddur og uppalinn Austfirðingur en hún á rætur sínar að rekja til Fáskrúðsfjarðar. Því er ljóst að Jóna Kristín snýr á heimaslóðir verði hún skipuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×