Innlent

„Hvernig stendur á því að svona er gert?“

Ómar Stefánsson
Ómar Stefánsson
Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi segist allt annað en ánægður með niðrustöðu skýrslu Deloitte á úttektum á viðskiptum Frjálsrar miðlunar við bæjarfélagið. Hann segir niðurstöðuna koma sér verulega á óvart. Hann hefur boðað til fulltrúaráðsfundar hjá Framsóknarflokknum sem allra fyrst.

„Það kemur manni virkilega á óvart að það sé verið að færa þetta á mismunandi bókhaldlykla. Til dæmis ertu með sömu verkefni á sama degi sem eru færð á mismundi lykla, hvernig stendur á því að svona er gert?," spyr Ómar sem er allt annað en ánægður. Hann segist ekki hafa heyrt í Gunnari vegna málsins.

Aðspurður um næstu skref segist Ómar hafa sett sig í samband við formann fulltrúaráðs flokksins og vill að boðað verði til fundar sem allra fyrst.

Hann vill ekki svara því til hvort honum finnist að Gunnar eigi að segja af sér.

„Ég mun ræða þetta við fólk í mínum hópi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×