Leggja varðskipi og þyrlufækkun rædd 6. október 2009 03:30 Hinn nýi Þór er eitt fullkomnasta varð- og björgunarskip heims. Mynd/lhg Öryggismál Landhelgisgæslan fær ekki viðbótarfjárveitingu til að reka nýtt varðskip sem er væntanlegt til landsins í apríl. Til greina kemur að reka aðeins tvær þyrlur í stað þriggja sem myndi þýða enn frekari veikingu á flugsveitinni frá því sem nú er. „Það er ljóst að við gerum ekki út þrjú varðskip,“ segir Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. „Við tökum nýja skipið í rekstur sem þýðir að við leggjum frekar Tý eða Ægi eða drögum verulega úr úthaldi á þeim.“ Þegar ákvörðun var tekin um byggingu nýja varðskipsins ætlaði LHG að reka öll skipin þrjú. Þjálfun nýrrar áhafnar, 25 til 30 manna, átti að fara fram á þessu ári en ljóst var fyrir nokkru að það gengi ekki eftir. Þvert á móti hefur starfsmönnum verið fækkað um þrjátíu á stuttum tíma og við aðhaldsaðgerðir síðasta árs hefur úthaldsdögum varðskipa verið fækkað um þriðjung og flugtímum um fjórðung. Með því að reka aðeins tvö skip sparast um 250 milljóna króna rekstrarkostnaður eins varðskips. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði nýlega nefnd sem á að taka stefnumarkandi ákvarðanir varðandi þjónustu LHG með hliðsjón af samdrætti í fjárframlögum. Sú vinna á að ganga hratt en nefndin hefur þó ekki komið saman enn þá. Sólmundur segir að innan LHG séu margar sparnaðarhugmyndir ræddar en niðurstöðu nefndarinnar, sem á að horfa þrjú til fimm ár fram í tímann, sé beðið með nokkurri óþreyju. Ein þeirra hugmynda sem Sólmundur vísar til er að fækka björgunarþyrlum úr þremur í tvær. „Það myndi ekki fækka flugtímum en flugsveitin er viðkvæmari ef kemur til bilana. Þá fjölgar dögum þar sem bara ein vél er til taks, en hafa ber í huga að við erum með þrjár þyrlur til að hafa alltaf tvær tiltækar.“ Vegna fækkunar í þyrlusveitinni á þessu ári er aðeins ein þyrla starfhæf hluta úr hverjum mánuði. Þetta hefur verið gríðarlega umdeilt. Ekki síst þar sem björgunargeta einnar þyrlu er aðeins tuttugu mílur frá landi. Aðeins ein þyrla er í eigu þjóðarinnar, TF-LÍF, og tvær þyrlur eru leigðar. Kostnaður við leiguþyrlurnar er hátt í milljarður á ári eða ríflega þriðjungur af fjárframlögum LHG árið 2010. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að fjárveitingar lækki um 219 milljónir að raungildi og er fjárveitingin alls 2.783 milljarðar króna. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Öryggismál Landhelgisgæslan fær ekki viðbótarfjárveitingu til að reka nýtt varðskip sem er væntanlegt til landsins í apríl. Til greina kemur að reka aðeins tvær þyrlur í stað þriggja sem myndi þýða enn frekari veikingu á flugsveitinni frá því sem nú er. „Það er ljóst að við gerum ekki út þrjú varðskip,“ segir Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. „Við tökum nýja skipið í rekstur sem þýðir að við leggjum frekar Tý eða Ægi eða drögum verulega úr úthaldi á þeim.“ Þegar ákvörðun var tekin um byggingu nýja varðskipsins ætlaði LHG að reka öll skipin þrjú. Þjálfun nýrrar áhafnar, 25 til 30 manna, átti að fara fram á þessu ári en ljóst var fyrir nokkru að það gengi ekki eftir. Þvert á móti hefur starfsmönnum verið fækkað um þrjátíu á stuttum tíma og við aðhaldsaðgerðir síðasta árs hefur úthaldsdögum varðskipa verið fækkað um þriðjung og flugtímum um fjórðung. Með því að reka aðeins tvö skip sparast um 250 milljóna króna rekstrarkostnaður eins varðskips. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði nýlega nefnd sem á að taka stefnumarkandi ákvarðanir varðandi þjónustu LHG með hliðsjón af samdrætti í fjárframlögum. Sú vinna á að ganga hratt en nefndin hefur þó ekki komið saman enn þá. Sólmundur segir að innan LHG séu margar sparnaðarhugmyndir ræddar en niðurstöðu nefndarinnar, sem á að horfa þrjú til fimm ár fram í tímann, sé beðið með nokkurri óþreyju. Ein þeirra hugmynda sem Sólmundur vísar til er að fækka björgunarþyrlum úr þremur í tvær. „Það myndi ekki fækka flugtímum en flugsveitin er viðkvæmari ef kemur til bilana. Þá fjölgar dögum þar sem bara ein vél er til taks, en hafa ber í huga að við erum með þrjár þyrlur til að hafa alltaf tvær tiltækar.“ Vegna fækkunar í þyrlusveitinni á þessu ári er aðeins ein þyrla starfhæf hluta úr hverjum mánuði. Þetta hefur verið gríðarlega umdeilt. Ekki síst þar sem björgunargeta einnar þyrlu er aðeins tuttugu mílur frá landi. Aðeins ein þyrla er í eigu þjóðarinnar, TF-LÍF, og tvær þyrlur eru leigðar. Kostnaður við leiguþyrlurnar er hátt í milljarður á ári eða ríflega þriðjungur af fjárframlögum LHG árið 2010. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að fjárveitingar lækki um 219 milljónir að raungildi og er fjárveitingin alls 2.783 milljarðar króna.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira