Töfrandi dúett með Beck 20. júní 2009 09:00 Þórunn Antonía og Beck stilla saman strengi sína á nýrri plötu tónlistarmannsins sem er reyndar endurgerð á hinni sígildu The Velvet Underground & Nico plötu. Mynd/Stefán Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira