Innlent

Steingrímur mælir fyrir fjárlögum

Steingrímur mælir fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á eftir. Þingfundur hefst klukkan 10:30.
Steingrímur mælir fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á eftir. Þingfundur hefst klukkan 10:30. Mynd/Anton Brink
Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs hefst á Alþingi í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælir fyrir frumvarpi þess efnis.

Þrátt fyrir niðurskurð og verulegar skattahækkanir er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með 87 milljarða króna halla. Mesti þunginn mun lenda á almenningi en stefnt er að hallalausum ríkisfjármálum árið 2013. Skattar á einstaklinga verða þannig hækkaðir og eiga að skila ríkissjóði aukalega um 37 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×