Ekki einfalt mál að gæta að kynjahlutfalli að óbreyttu 17. mars 2009 12:06 Guðbjartur Hanneson Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira