Ekki einfalt mál að gæta að kynjahlutfalli að óbreyttu 17. mars 2009 12:06 Guðbjartur Hanneson Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir ekki einfalt að gæta að kynjahlutföllum þegar kosið er í ráð á vegum ríkisins eins og í bankaráð Seðlabankans. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist telja að jafnréttislög hafi verið brotin í gær þegar seðlabankaráð var skipað. Þar eru tvær konur af sjö fulltrúum ráðsins en jafnréttislög gera ráð fyrir því að hlutfall annars hvors kynsins sé að minnsta kosti 40 prósent. Á bloggsíðu sinni segist Silja Bára hafa kvartað við Jafnréttisstofu og á Eyjunni er haft eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu að málið verði tekið til umfjöllunar. „Þegar við vorum að setja jafnréttislögin á sínum tíma gerðum við greinarmun á því hvort verið væri að kjósa inni í þinginu pólitíska fulltrúa eða hvort verið væri að skipa á vegum félaga eða stofnana til verkefna," segir Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis og bendir á að í síðara tilfellinu sé ákvæði um að það eigi að tilnefna tvo fulltrúa þannig að sá ráðherra sem skipar endanlega eigi þá kost á því að jafna kynjahlutfallið. Flokkarnir ráða sínum fulltrúum „Í þessu umrædda tilfelli eru flokkarnir að kjósa sjálfir í ráðið. Samfylkingin passaði sig á því að vera með karl og konu og ég man ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skipti sínum fulltrúum en hinir flokkarnir eru bara að kjósa einn fulltrúa," segir Guðbjartur. „Þetta er auðvitað alltaf óheppilegt og það ætti auðvitað að vera jöfn kynjaskipting, en menn hafa ekki þróað neina aðferð til þess að leiðrétta þetta. Það er enginn aðili sem getur skipað í Seðlabankaráð að fengnum tillögum því þetta er kosið beint og þar ber hver flokkur ábyrgð á sínu." Guðbjartur bendir á að svipuð staða hafi komið upp þegar kosið var í bankaráðin. Þar kom til dæmis upp sú staða að hjá Kaupþingi er bankaráðið einungis skipað konum. „Það full ástæða til þess að ræða þessi mál og markmiðið hlýtur að vera það að gæta jafnræðis. En þá þyrfti þetta að vera þannig að flokkur sem væri að skipa fulltrúa þyrfti að tilnefna tvo og síðan væri ráðherra eða einhverjum öðrum aðila heimilt að velja annanhvorn til þess að gæta að kynjahlutfallinu," segir Guðbjartur að lokum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira