Evrópumeistararnir komu Englendingum niður á jörðina 11. febrúar 2009 23:13 David Beckham jafnaði landsleikjamet Bobby Moore NordicPhotos/GettyImages Enska landsliðið hefur verið á ágætu róli undanfarin misseri undir stjórn Fabio Capello en mátti sín lítils í 2-0 ósigri gegn Spánverjum í vináttuleik þjóðanna í Sevilla. Gabriel Agbonlahor átti fyrsta færi enska liðsins í leiknum en það voru Spánverjar sem náðu forystu í leiknum með frábæru marki frá hinum eitraða David Villa. Villa fór illa með þá John Terry og Phil Jagielka áður en hann þrumaði boltanum í netið og það var svo hinn ungi Fernando Llorente sem gulltryggði sigur Spánverja með sínu fyrsta marki fyrir Spán í öðrum landsleik sínum. Það eina jákvæða við leikinn hjá Englendingum var það að David Beckham spilaði þarna sinn 108. landsleik og jafnaði þar með met Bobby Moore yfir flesta landsleiki útileikmanns fyrir Englendinga. Þetta var fyrsti landsleikurinn sem Spánverjar spila í Sevilla í áratug og var þetta 29. leikur liðsins í röð án taps.Enn tapa Þjóðverjar heimaNordicPhotos/GettyImagesFjöldi vináttulandsleikja fór fram í dag og í kvöld og þar á meðal má nefna að Argentínumenn héldu áfram góðu gengi undir stjórn Diego Maradona með 2-0 sigri á Frökkum í Marseille.Newcastle-maðurinn Jonas Guiterrez og undrabarnið Lionel Messi frá Barcelona skoruðu mörk Argentínumanna í leiknum, sem þótti fast spilaður af vináttuleik að vera.Norðmenn gerðu góða ferð til Dusseldorf þar sem þeir unnu 1-0 útisigur á Þjóðverjum með marki Christian Grindheim á 63. mínútu. Þetta var annað tap Þjóðverja á heimavelli í röð eftir að þeir töpuðu fyrir Englendingum á síðasta ári.Eduardo da Silva hélt upp á endurkomu sína í króatíska landsliðið með því að leggja um sigurmark Niko Kranjcar í 2-1 sigri liðsins á Rúmenum.Cristiano Ronaldo tryggði Portúgölum 1-0 sigur á Finnum með marki úr vítaspyrnu og Wales mátti sætta sig við 1-0 tap fyrir Pólverjum í Varsjá þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn í leiknum. Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Enska landsliðið hefur verið á ágætu róli undanfarin misseri undir stjórn Fabio Capello en mátti sín lítils í 2-0 ósigri gegn Spánverjum í vináttuleik þjóðanna í Sevilla. Gabriel Agbonlahor átti fyrsta færi enska liðsins í leiknum en það voru Spánverjar sem náðu forystu í leiknum með frábæru marki frá hinum eitraða David Villa. Villa fór illa með þá John Terry og Phil Jagielka áður en hann þrumaði boltanum í netið og það var svo hinn ungi Fernando Llorente sem gulltryggði sigur Spánverja með sínu fyrsta marki fyrir Spán í öðrum landsleik sínum. Það eina jákvæða við leikinn hjá Englendingum var það að David Beckham spilaði þarna sinn 108. landsleik og jafnaði þar með met Bobby Moore yfir flesta landsleiki útileikmanns fyrir Englendinga. Þetta var fyrsti landsleikurinn sem Spánverjar spila í Sevilla í áratug og var þetta 29. leikur liðsins í röð án taps.Enn tapa Þjóðverjar heimaNordicPhotos/GettyImagesFjöldi vináttulandsleikja fór fram í dag og í kvöld og þar á meðal má nefna að Argentínumenn héldu áfram góðu gengi undir stjórn Diego Maradona með 2-0 sigri á Frökkum í Marseille.Newcastle-maðurinn Jonas Guiterrez og undrabarnið Lionel Messi frá Barcelona skoruðu mörk Argentínumanna í leiknum, sem þótti fast spilaður af vináttuleik að vera.Norðmenn gerðu góða ferð til Dusseldorf þar sem þeir unnu 1-0 útisigur á Þjóðverjum með marki Christian Grindheim á 63. mínútu. Þetta var annað tap Þjóðverja á heimavelli í röð eftir að þeir töpuðu fyrir Englendingum á síðasta ári.Eduardo da Silva hélt upp á endurkomu sína í króatíska landsliðið með því að leggja um sigurmark Niko Kranjcar í 2-1 sigri liðsins á Rúmenum.Cristiano Ronaldo tryggði Portúgölum 1-0 sigur á Finnum með marki úr vítaspyrnu og Wales mátti sætta sig við 1-0 tap fyrir Pólverjum í Varsjá þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn í leiknum.
Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira