IDOL Siggi fær annan sjéns 17. mars 2009 13:10 Sigurður M. Þorbergsson. Sigurði M. Þorbergsyni var boðið að taka tólfta sætið í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann ákvað eftir smá umhugsunarfrest að taka því og verður því meðal keppenda í Smáralindinni þann 20.mars. Sigurður fór í gegnum mikla rússíbanareið á föstudagskvöldinu þegar honum var hafnað í þrígang. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þetta hafa verið bestu lausnina á mannlegum mistökum. Sigurður var á báðum áttum um hvort hann ætti að þiggja sætið í samtali við Fréttablaðið. En um leið og sú ákvörðun hafði verið tekin var hann sjálfkrafa kominn í fjölmiðlabann, rétt eins og hinir keppendurnir tólf. Óhætt er að segja að síðasti þáttur Idolsins hafi vakið mikla athygli. Að þessu sinni kepptu tíu strákar um fimm laus sæti í úrslitum Idolsins en fimm stúlkur voru komnar áfram. Og þegar kom að því að tilkynna úrslitin úr símakosningunni varð annar kynnir kvöldsins, Sigmar Vilhjálmsson, sambandslaus við upptökuverið. Fyrir mistök tilkynnti hann að Sigurður hefði verið kosinn áfram af áhorfendum heima í stofu. Þetta var leiðrétt í snatri af samstarfsfélaga Sigmars, Jóhannesi Ásbjörnssyni, og söngvarinn efnilegi varð að bíta í það súra epli að setjast aftur í sófann. Kvöldið var hins vegar ungt, því miður fyrir Sigurð. Því dómnefndin átti enn eftir að velja fimmta og síðasta keppandann. Þau Björn Jörundur, Jón Ólafs og Selma Björnsdóttir horfðu framhjá Sigurði og völdu Stefán Friðrik í hans stað. Gamanið var heldur betur tekið að kárna og átti eftir að versna til muna þegar Sigurður var kallaður upp á svið á nýjan leik. Í þetta sinnið kom hann til greina sem Wildcard-keppandi og stóð valið milli hans og Alexöndru Elfu Björnsdóttur. Viti menn, Alexandra var valin en Sigurður sat eftir með sárt ennið. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir þetta hafa verið ótrúlega leiðinlegt. Eftir þáttinn hafi allir aðstandendur þáttarins lagst undir feld og velt því fyrir sér hvernig væri hægt að bæta fyrir þessi mistök. "Þetta var lausnin sem við komumst að og ég held að hún sé sú besta í stöðunni. Nú er Sigurður upp á náð þjóðarinnar kominn og situr við sama borð og allir hinir." -fgg Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Sigurði M. Þorbergsyni var boðið að taka tólfta sætið í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann ákvað eftir smá umhugsunarfrest að taka því og verður því meðal keppenda í Smáralindinni þann 20.mars. Sigurður fór í gegnum mikla rússíbanareið á föstudagskvöldinu þegar honum var hafnað í þrígang. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þetta hafa verið bestu lausnina á mannlegum mistökum. Sigurður var á báðum áttum um hvort hann ætti að þiggja sætið í samtali við Fréttablaðið. En um leið og sú ákvörðun hafði verið tekin var hann sjálfkrafa kominn í fjölmiðlabann, rétt eins og hinir keppendurnir tólf. Óhætt er að segja að síðasti þáttur Idolsins hafi vakið mikla athygli. Að þessu sinni kepptu tíu strákar um fimm laus sæti í úrslitum Idolsins en fimm stúlkur voru komnar áfram. Og þegar kom að því að tilkynna úrslitin úr símakosningunni varð annar kynnir kvöldsins, Sigmar Vilhjálmsson, sambandslaus við upptökuverið. Fyrir mistök tilkynnti hann að Sigurður hefði verið kosinn áfram af áhorfendum heima í stofu. Þetta var leiðrétt í snatri af samstarfsfélaga Sigmars, Jóhannesi Ásbjörnssyni, og söngvarinn efnilegi varð að bíta í það súra epli að setjast aftur í sófann. Kvöldið var hins vegar ungt, því miður fyrir Sigurð. Því dómnefndin átti enn eftir að velja fimmta og síðasta keppandann. Þau Björn Jörundur, Jón Ólafs og Selma Björnsdóttir horfðu framhjá Sigurði og völdu Stefán Friðrik í hans stað. Gamanið var heldur betur tekið að kárna og átti eftir að versna til muna þegar Sigurður var kallaður upp á svið á nýjan leik. Í þetta sinnið kom hann til greina sem Wildcard-keppandi og stóð valið milli hans og Alexöndru Elfu Björnsdóttur. Viti menn, Alexandra var valin en Sigurður sat eftir með sárt ennið. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir þetta hafa verið ótrúlega leiðinlegt. Eftir þáttinn hafi allir aðstandendur þáttarins lagst undir feld og velt því fyrir sér hvernig væri hægt að bæta fyrir þessi mistök. "Þetta var lausnin sem við komumst að og ég held að hún sé sú besta í stöðunni. Nú er Sigurður upp á náð þjóðarinnar kominn og situr við sama borð og allir hinir." -fgg
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira