Erlent

Forseti Moldavíu óskar eftir endurtalningu atkvæða

Vladimír Voronin, forseti Moldavíu, vill að atkvæði verði talin aftur. Mynd/ AFP.
Vladimír Voronin, forseti Moldavíu, vill að atkvæði verði talin aftur. Mynd/ AFP.
Vladimír Voronin, forseti Moldavíu, hefur óskað eftir því að atkvæði verði aftur talin í þingkosningum sem fóru fram í landinu um síðustu helgi. Kommúnistaflokkurinn, sem er við stjórnvölin, sigraði í kosningunum en talning atkvæða hefur verið umdeild og stjórnarandstæðingar sagt brögð í tafli. Mikil mótmæli hafa verið síðustu daga í höfuðborginni Kísíná. Voronin hefur formlega beðið stjórnlagadómstól landsins um að úrskurða hvort það standist stjórnarskrá að endurtalning fari fram. Þannig verði hægt að fá skýra niðurstöðu í kosningunum og tryggja stöðugleika í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×