Segist ekki skulda þjóðinni afsökunarbeiðni 19. ágúst 2009 20:03 Hreiðar Már Sigurðsson var gestur Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi RÚV. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum bankastjóri Kaupþings, segist ekki skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna aðkomu sinnar að bankahruninu. Þess í stað skuldi hann hluthöfum, kröfuhöfum og starfsmönnum bankans afsökunarbeiðni. Þetta kom fram í viðtali sem Sigmar Guðmundsson tók við Hreiðar í Kastljósi kvöldsins. Farið var um víðan völl í spjalli Sigmars og Hreiðars. Sigmar byrjaði á að spyrja Hreiðar um lánveitingar til Exista, stærsta hluthafa bankans og Robert Tchengiz. Hreiðar sagði að Kaupþing hafi verið með nákvæmlega sömu veð og alþjóðlegir bankar sem lánuðu Exista. Allir lánveitendur Exista höfðu sama rétt til allra eigna. Talið hafi verið að tryggingar fyrir lánunum væru góðar. Þá hafi Fjármálaeftirlitið ákveðið að setja sérstakt eftirlit með því að lánin væru meðhöndluð sem eðlileg lán. Ekki væri verið að hygla sérstaklega eigendum. Hreiðar sagði að Exista og Róbert Tchengiz væru ekki tengdir aðilar í skilningi laga. Þrátt fyrir að Tchengiz væri stór hluthafi í Exista og stjórnarmaður. Aðilar væru ekki tengdir nema fjárhagserfiðleikar eins myndu hafa áhrif á hinn aðilann, og hinsvegar að annar aðilinn hefði stjórnunarleg yfirráð yfir hinum. Hvorugt þessara skilyrða væri uppfylt í sambandi Tchengiz og Exista. Sigmar spurði þá hvort ekki væri um hreinan „orðleppaleik" að ræða sagði Hreiðar ekki svo vera. Enginn aðili sem skoði málið með sanngjörnum hætti halda því fram. Hreiðar sagði að stjórnendur Kaupþing hafi reynt að bregðast við erfiðleikum á markaði, strax um haustið 2007; útlánavöxtur hafi verið stöðvaður og starfsfólki fækkað meðal annars. Þá hafi staðið til að færa alla erlenda starfsemi bankans frá Íslandi, en kynna átti þær hugmyndir í lok október 2008, en bankinn hafi hrunið áður en til þess kom. Hann sagði að stjórnendur Kaupþings hefðu áreiðanlega mistök. Þeir hefðu átt að undirbúa sig betur, meðal annars með því að færa höfuðstöðvar bankans. Þá hafi einnig verið gerð mistök í uppbyggingu launakerfis bankans; ekki hefði átt að lána starfsfólki svona mikla peninga til að kaupa hlutabréf. Því næst sagði Hreiðar að sér bæri skylda til að biðjast afsökunar gagnvart starfsmönnum, kröfuhöfum og hluthöfum bankans. Aðspurður hvort hann skuldaði þjóðinni ekki afsökunarbeiðni, sagði hann ekki telja að svo væri þar sem ekkert kæmi til með að lenda á íslensku þjóðinni vegna hruns Kaupsþings. Aðrir aðilar ætti frekar að biðjast afsökunar. Sigmar spurði þá út í óbeinu áhrifin sem sköpuðust af hruni Kaupþings, hvort ekki ætti að biðjast afsökunar vegna þeirra, taldi Hreiðar svo ekki vera. Hreiðar skaut föstum skotum á Seðlabanka Íslands. Hann sagði að allsstaðar þar sem Kaupþing hafi notið eðlilegrar fyrirgreiðslu hjá Seðlabönkum viðkomandi ríkja, væri starfssemi bankans í lagi í dag. Nefndi hann þar sem dæmi Svíþjóð, Lúxemburg, Finnland og Danmörku. Aðspurður hvort Kaupþing hefði ekki hlotið næga fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka Íslands, sagði hann þá hafa fengið eins mikla fyrirgreiðslu og þeir gátu ætlast til og að þær 500 milljónir evra sem lánaðar voru til Kaupþings nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot kæmu til með að innheimtast. Hann sagði þó að Seðlabankinn á Íslandi hefði gert fjölda mistaka á árinu 2008. Hreiðar segist ekki vera auðmaður í dag, hann hafi tapað megninu af sínum sparnaði. Hann segir brýnt að koma til móts við skuldara á Íslandi í dag, nóg hafi verið gert fyrir fjármagnseigendur fram að þessu. Þá sagði hann jafnframt að þjóðin ætti skilið að fá allar upplýsingar upp á yfirborðið. Einnig sagðist hann skilja reiði landsmanna mjög vel. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum bankastjóri Kaupþings, segist ekki skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna aðkomu sinnar að bankahruninu. Þess í stað skuldi hann hluthöfum, kröfuhöfum og starfsmönnum bankans afsökunarbeiðni. Þetta kom fram í viðtali sem Sigmar Guðmundsson tók við Hreiðar í Kastljósi kvöldsins. Farið var um víðan völl í spjalli Sigmars og Hreiðars. Sigmar byrjaði á að spyrja Hreiðar um lánveitingar til Exista, stærsta hluthafa bankans og Robert Tchengiz. Hreiðar sagði að Kaupþing hafi verið með nákvæmlega sömu veð og alþjóðlegir bankar sem lánuðu Exista. Allir lánveitendur Exista höfðu sama rétt til allra eigna. Talið hafi verið að tryggingar fyrir lánunum væru góðar. Þá hafi Fjármálaeftirlitið ákveðið að setja sérstakt eftirlit með því að lánin væru meðhöndluð sem eðlileg lán. Ekki væri verið að hygla sérstaklega eigendum. Hreiðar sagði að Exista og Róbert Tchengiz væru ekki tengdir aðilar í skilningi laga. Þrátt fyrir að Tchengiz væri stór hluthafi í Exista og stjórnarmaður. Aðilar væru ekki tengdir nema fjárhagserfiðleikar eins myndu hafa áhrif á hinn aðilann, og hinsvegar að annar aðilinn hefði stjórnunarleg yfirráð yfir hinum. Hvorugt þessara skilyrða væri uppfylt í sambandi Tchengiz og Exista. Sigmar spurði þá hvort ekki væri um hreinan „orðleppaleik" að ræða sagði Hreiðar ekki svo vera. Enginn aðili sem skoði málið með sanngjörnum hætti halda því fram. Hreiðar sagði að stjórnendur Kaupþing hafi reynt að bregðast við erfiðleikum á markaði, strax um haustið 2007; útlánavöxtur hafi verið stöðvaður og starfsfólki fækkað meðal annars. Þá hafi staðið til að færa alla erlenda starfsemi bankans frá Íslandi, en kynna átti þær hugmyndir í lok október 2008, en bankinn hafi hrunið áður en til þess kom. Hann sagði að stjórnendur Kaupþings hefðu áreiðanlega mistök. Þeir hefðu átt að undirbúa sig betur, meðal annars með því að færa höfuðstöðvar bankans. Þá hafi einnig verið gerð mistök í uppbyggingu launakerfis bankans; ekki hefði átt að lána starfsfólki svona mikla peninga til að kaupa hlutabréf. Því næst sagði Hreiðar að sér bæri skylda til að biðjast afsökunar gagnvart starfsmönnum, kröfuhöfum og hluthöfum bankans. Aðspurður hvort hann skuldaði þjóðinni ekki afsökunarbeiðni, sagði hann ekki telja að svo væri þar sem ekkert kæmi til með að lenda á íslensku þjóðinni vegna hruns Kaupsþings. Aðrir aðilar ætti frekar að biðjast afsökunar. Sigmar spurði þá út í óbeinu áhrifin sem sköpuðust af hruni Kaupþings, hvort ekki ætti að biðjast afsökunar vegna þeirra, taldi Hreiðar svo ekki vera. Hreiðar skaut föstum skotum á Seðlabanka Íslands. Hann sagði að allsstaðar þar sem Kaupþing hafi notið eðlilegrar fyrirgreiðslu hjá Seðlabönkum viðkomandi ríkja, væri starfssemi bankans í lagi í dag. Nefndi hann þar sem dæmi Svíþjóð, Lúxemburg, Finnland og Danmörku. Aðspurður hvort Kaupþing hefði ekki hlotið næga fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka Íslands, sagði hann þá hafa fengið eins mikla fyrirgreiðslu og þeir gátu ætlast til og að þær 500 milljónir evra sem lánaðar voru til Kaupþings nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot kæmu til með að innheimtast. Hann sagði þó að Seðlabankinn á Íslandi hefði gert fjölda mistaka á árinu 2008. Hreiðar segist ekki vera auðmaður í dag, hann hafi tapað megninu af sínum sparnaði. Hann segir brýnt að koma til móts við skuldara á Íslandi í dag, nóg hafi verið gert fyrir fjármagnseigendur fram að þessu. Þá sagði hann jafnframt að þjóðin ætti skilið að fá allar upplýsingar upp á yfirborðið. Einnig sagðist hann skilja reiði landsmanna mjög vel.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira